Innlent

Vill að framkvæmdastjóri íhugi afsögn

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vill að Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri flokksins, íhugi uppsögn.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Höskuldur sendi fjölmiðlum nú rétt fyrir hádegisfréttir.

Höskuldur segir að gerð hafi verið tilraun til að hanna atburðarrás í tengslum við framboðsmál Framsóknar í Norðausturkjördæmi sem eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum.

Svo virðist sem einungis fámennur hópur hafi haft vitneskju um fyrirætlanir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins.

Þrátt fyrir augljósar rangfærslur og tilraunir til að breyta eftirá raunverulegri atburðarás hafi framkvæmdastjóri flokksins, Hrólfur Ölvisson, komið fram í fjölmiðlum og sakað Höskuld um lygar. Fáheyrt sé starfsmaður flokksins gangi fram með slíkum hætti og því segist Höskuldur krefjast þess að Hrólfur íhugi alvarlega að láta af störfum fyrir Framsóknarflokkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×