Innlent

Leita að týndum ferðalangi

BBI skrifar
Allar björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út fyrir stundu til að leita að rammvilltum ferðamanni sem gekk einn af stað frá Gullfossi í gær. Maðurinn hringdi á Neyðarlínuna um ellefu leytið í morgun, hefur verið á göngu í alla nótt og er nú rammvilltur. Hann óskaði aðstoðar en sambandið slitnaði áður en hann náði að lýsa umhverfi sínu.

Maðurinn er talinn vera í grennd við Kerlingafjöll enda komu merki frá símtæki hans frá sendi á því svæði. Mikill mannskapur frá björgunarsveitum Árnessýslu er nú á leið á svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×