Fleiri fréttir Minnisvarði um misheppnaðar uppfinningar reistur í Austurríki Minjasafn um mislukkaðar uppfinningar mun brátt opna í Austurríki. Meðal gripa í safninu verða flytjanleg göt, blýantar með engu blýi og fóðruð kökukefli. 3.1.2012 22:38 Loftsteinadrífa skellur á norðurhveli jarðar á morgun Íbúum á norðurhveli Jarðar er bent á að horfa til himins milli 7 og 8 fyrir hádegi á morgun en von er á árlegri loftsteinahríð. Drífan nefnist Kvaðrantítar og er með tilkomumeiri loftsteinadrífum sem eiga sér stað á hverju ári. 3.1.2012 20:48 Reykvíkingar fundu skjálfta Jarðskjálfti sem varð nærri Krýsuvík rétt eftir klukkan níu í kvöld fannst greinilega. Samkvæmt bráðabirgðamælingum Veðurstofu Íslands varð skjálftinn klukkan tólf mínútur yfir níu um 2,7 kílómetrum vestnorðvestan af Krýsuvík. Bráðabirgðamælingin sýnir að hann var 3,6 á Richterskvarða. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni varð jarðskjálftafræðingur á vakt enn að reikna út endanlegar niðurstöður. 3.1.2012 21:35 Óvíst hvort nemendur geti komist í hverfisskólann Nemendur á leið í framhaldskóla næsta haust geta ekki gengið að því vísu að komast í sinn hverfisskóla þar sem innritunarreglum verður breytt vegna athugasemda frá Umboðsmanni Alþingis. 3.1.2012 19:12 Segja skotveiðarnar hafa lítil áhrif á fuglastofnana SKOTVÍS, Skotveiðifélag Íslands, telur að skotveiðar hafi lítil áhrif á viðkomu bjargfugla á Íslandi, því árlega séu skotnir nokkrir tugir þúsunda úr stofnum sem telja milljónir. 3.1.2012 17:54 Fær ekki bætur eftir að hafa misst tvær tennur í rennibraut Akureyrarbær var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af skaðabótakröfu föðurs tólf ára gamallar stúlku sem slasaðist í vatnsrennibraut í sundlaug Akureyrar árið 2007. 3.1.2012 16:26 Bátur og norðurljósatúristar í vanda Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar,Hannes Þ. Hafsteinn, er nú á leið til hafnar í Sandgerði með bát sem fékk net í skrúfuna um 13 sjómílur vestur af Sandgerði. Björgunarskipið fékk útkall um klukkan 13:40 og búist við að það komi með bilaða bátinn til hafnar um klukkan 17:00 í dag. 3.1.2012 16:21 Fjallað um landsfund Samfylkingarinnar í næstu viku Framkvæmdarstjórn Samfylkingarinnar mun koma saman í næstu viku til þess að fjalla um tillögu um auka landsfund á vordögum, sem níu flokksstjórnarmenn í Samfylkingunni lögðu fram á flokkstjórnarfundi 30. desember síðastliðinn. Tillagan var lögð fram eftir að hart var deilt um breytingar á ríkisstjórn. 3.1.2012 16:10 Ríkið dæmt til þess að greiða tæpar tólf milljónir vegna læknamistaka Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið til þess að greiða ellefu ára gömlu barni tæplega tólf milljónir króna fyrir læknamistök þegar það fæddist á Landspítalanum-háskólasjúkrahúsi árið 2000. 3.1.2012 15:34 Oddný ekki komin með aðstoðarmann Oddný G. Harðardóttir, nýskipaður fjármálaráðherra, er ekki búin að finna sér aðstoðarmann, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. 3.1.2012 15:13 2400 lítrar af heitu vatni á sekúndu Notkunin á heitu vatni frá Orkuveitu Reykjavíkur á síðasta ári nam 74,7 milljónum tonna sem svarar til 2.400 lítra á sekúndu árið um kring. Þetta er um milljón tonnum meira en árið 2010 og skýrist það að mestu eða öllu leyti af því að hitastigið var lægra, segir á vef OR. Jafngildishiti ársins 2010 var 0,5 gráðum hærri en á síðasta ári. 3.1.2012 14:52 Braut rúðu hjá björgunarsveitinni Unglingur á sautjánda ári braut rúðu í húsnæði Björgunarfélags Vestmannaeyja í reiðikasti. Lögreglan fékk tilkynningu um atvikið í vikunni sem leið. Pilturinn viðurkenndi að hann hefði brotið rúðuna eftir að hafa sinnast við félaga sinn. Hann lofaði svo að bæta tjónið. 3.1.2012 14:51 Stephen Fry í QI: Fræddi fólk um íslenskar nábrækur Stephen Fry og gestir hans í jólaþættinum spurningaþáttarins vinsæla QI tóku íslenskar nábrækur fyrir og leiddu að því líkum að nábrækur séu undirstaða íslensks efnahagskerfis. Þátturinn, sem nýtur mikilla vinsælda á BBC, gengur út á að Fry spyr gesti sína spurninga um allt á milli himins og jarðar og takmarkið er ekki endilega að svara rétt, heldur fremur að koma með nógu skemmtilega útskýringu á fyrirbærinu sem um ræðir. 3.1.2012 14:23 Little talks mest spilað á Bylgjunni árið 2011 Það var nóg um að vera á Bylgjunni á síðasta ári og alveg hellingur af lögum spiluð fyrir hlustendur. Af íslensku lögunum var lagið Little talks með hljómsveitinni Of monsters and men sem fékk mesta spilun á stöðinni á árinu 2011. Í öðru sæti var lagið Lengi skal manninn reyna með Megasi og Ágústu Evu. Óskabarn þjóðarinnar, Mugison, á svo næstu tvö lög í þriðja og fjóra sæti. 3.1.2012 14:05 Gamla lögreglustöðin í Reykjanesbæ full af heitu vatni "Það er búið að seytla þarna inn í um viku," segir Sigtryggur Magnason, einn af eigendum eignarhaldsfélagsins sem á gömlu lögreglustöðina í Reykjanesbæ. Þar uppgötvaðist í dag að heitavatnslögn hafði sprungið og flæddi sjóðandi heitt vatn um allt húsið. Talið er að lögnin hafi sprungið fyrir fjórum til sjö dögum síðan. 3.1.2012 14:04 Stefna á að ljúka rannsókn á meintri nauðgun í lok vikunnar Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið stefni á að rannsókn á meintri nauðgun pars í desember, ljúki í vikunni og verði sent ákæruvaldinu til frekari meðferðar. 3.1.2012 13:10 Björguðu tveimur hrossum: Voru búin að éta töglin hvort af öðru "Þau eru komin upp á kerruna og við erum búnir að gefa þeim hey,“ segir Þorsteinn Friðriksson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis á Grenivík, sem lagði af stað í morgun í Gæsadal, sem liggur norður frá Víkurskraði, til að sækja tvö hross sem voru þar illa haldin. 3.1.2012 13:01 Ekki lagagrundvöllur fyrir breytingum á innritunarreglum Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra studdist ekki við fullnægjandi lagagrundvöll þegar breytingar voru gerðar á innritunarreglum framhaldsskóla árið 2010. Þetta er mat Umboðsmanns Alþingis. 3.1.2012 12:56 Fjögurra bíla árekstur - mikil hálka á vegum úti Fjögurra bíla árekstur varð um hádegisbilið í dag á Hafnarfjarðarvegi. Samkvæmt upplýsingum frá árekstri.is þá er nær öruggt að óhappið megi rekja til hálku á veginum. 3.1.2012 12:29 Hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún taki starfið Ekki er öruggt að nýskipaður stjórnarformaður Hafró ætli að taka við stöðunni en skipan hennar var eitt af síðustu verkum Jóns Bjarnasonar sem sjárvarútvegs og landbúnaðarráðherra. 3.1.2012 12:04 Vatnstjón í Hafnarfirði Nokkuð tjón varð þegar vatn flæddi um gólf íbúðar í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði um miðjan dag í gær. Einn maður var sofandi í íbúðinni þegar þetta gerðist en viðkomandi var vakinn upp af nágrönnum, sem höfðu greinilega tekið eftir einhverju óvenjulegu. Talið er líklegt að tappi í lagnagrind hafi losnað með fyrrgreindum afleiðingum. 3.1.2012 11:54 Ók í annarlegu ástandi og faldi sig svo í snjóskafli Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn um kvöldmatarleytið í gær en stuttu áður hafði hann verið dreginn upp úr snjóskafli í Háaleitishverfinu af lögreglumönnum. 3.1.2012 11:51 Ungur piltur ók á ljósastaur Bíll valt við gatnamót Laugavegs og Kringlumýrarbrautar í nótt en við stýrið var ungur piltur sem ók á ljósastaur með fyrrgreindum afleiðingum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu skemmdist bíllinn nokkuð og var fjarlægður af vettvangi með dráttarbíl. Til allrar hamingju virðast meiðsli ökumannsins hins vegar hafa verið minniháttar. 3.1.2012 11:40 Vilja friða fimm tegundir af svartfugli Starfshópur á vegum umhverfisráðherra leggur til að fimm tegundir svartfugla verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu næstu fimm árin. Fulltrúi bændasamtakanna sagði sig úr starfshópnum þegar tillögurnar lágu fyrir. 3.1.2012 11:32 Sex lentu í snjóflóði - mildi að ekki fór verr "Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Barði Sveinsson, bóndi á Innri-Múla, nærri Patreksfirði, en hann lenti óvænt í snjóflóði síðdegis í gær ásamt fimm öðrum. Barði var að sækja sjö kindur sem voru í sjálfheldu á Fuglbergi í Fossdal á Barðaströnd. 3.1.2012 11:01 Ráð gert fyrir fundi um kjötkvóta í mánuðinum Viðræður við ESB um aukningu á tollkvótum lambakjöts sem boðaðar voru í haust hafa tafist. Stefnt er að því að tvöfalda kvótann, úr 1.850 tonnum í 4.000 tonn. Heimila gæti þurft aukinn innflutning á móti. 3.1.2012 11:00 Allt skal vera opið og sýnilegt Dráttur sem orðið hefur á afgreiðslu fyrirspurnar erlendra mannréttindasamtaka um fangaflug leyniþjónustu Bandaríkjanna skýrist að hluta af því að opinbera hlutafélagið Isavia fellur ekki undir upplýsingalög. 3.1.2012 11:00 Lilja boðar nýtt stjórnmálaafl "Við munum fljótlega kynna fleiri sem koma að þessum flokki,“ segir Lilja Mósesdóttir, óháður þingmaður, en hún boðar nýtt stjórnmálaafl þvert á alla flokka. Lilja er dul á framtíðaráætlanir þessa framboðs og segir í samtali við fréttastofu að fleiri nöfn verða kynnt á blaðamannafundi von bráðar. Lilja gat þó ekki sagt til um hvenær sá fundur yrði haldinn. 3.1.2012 09:22 Sex gripnir við hassreykingar Lögreglan á höfuðborgrsvæðinu hafði afskipti af sex manneskjum í tveimur bílum í nótt, vegna hassreykinga. 3.1.2012 07:47 Rafmagn aftur komið á bæi á Rangárvöllum Rafmagn komst aftur á bæi og þéttbýli á Rangárvölllum seint í gærkvöldi eftir að þar varð rafmangslaust fyrr um kvöldið. 3.1.2012 07:42 Pitsusendill slapp ómeiddur úr bílveltu Pitsusendill slapp ómeiddur þegar hann velti bíl sínum á mótum Laugavegar, Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar um klukkan tvö í nótt. 3.1.2012 07:39 Sex loðnuskip leita að loðnu norður af landinu Sex loðnuskip héldu úr höfn í nótt til leitar og veiða norður af landinu og annar eins fjöldi munu bætast í hópinn á næstu dögum, auk þess sem hafrannsóknarskip heldur til leitar í dag. 3.1.2012 07:29 Enn óákveðið með aukalandsfund Tillögu um aukalandsfund Samfylkingarinnar á vordögum, sem fram kom á flokksstjórnarfundi fyrir helgi, var vísað til umræðu á næsta flokksstjórnarfundi, sem gert er ráð fyrir að verði í janúar. Ekki er því rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga, meðal annars í Fréttablaðinu í gær, að tillagan hafi verið samþykkt. 3.1.2012 06:30 Ekki borin undir Neytendasamtökin Neytendasamtökin eru ósátt við að vera skrifuð fyrir greinargerð um fyrirhugaða ræktun á erfðabreyttum lífverum á Reykjum í Ölfusi. Á plagginu eru gerðar fjölmargar athugasemdir við að heimila skuli ræktunina, líkt og samtökin greina frá á heimasíðu sinni. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist aldrei hafa samþykkt greinargerðina, þó svo að hún hafi verið til umfjöllunar af hálfu samtakanna. 3.1.2012 06:00 Stjórnarformanni Hafró skipt út Jón Bjarnason, sem lét af embætti sjávarútvegsráðherra á föstudag, lét það verða eitt af sínum síðustu verkum í embætti að biðja Friðrik Má Baldursson um að láta af embætti stjórnarformanns Hafrannsóknastofnunar. Varð Friðrik við þeirri bón á föstudag og tók Erla Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sjávariðjunnar á Rifi, við starfinu. 3.1.2012 06:00 Hlé á vinnslu nýtt til fræðslu HB Grandi nýtir vinnsluhlé yfir hátíðirnar til námskeiðahalds fyrir starfsfólk í landvinnslu fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur haft þennan háttinn á síðustu ár og að þessu sinni tóku 25 nýir starfsmenn í fiskiðjuverinu á Norðurgarði í Reykjavík þátt í „starfsfræðslunámskeiði fiskvinnslunnar“ en slík námskeið hafa verið haldin allt frá árinu 1986. 3.1.2012 06:00 Nýtist til heilaskurðaðgerða Tekið hefur verið í notkun nýtt tölvustýrt staðsetningartæki á heila- og taugaskurðdeild Landspítala. „Tækið gerir að verkum að skurðaðgerðir á höfði verða bæði nákvæmari og öruggari. Það nýtist best við aðgerðir á æxlum í heila,“ segir á vef Landspítalans. Þá nýtist tækið við ýmsar aðgerðir háls-, nef- og eyrnalækna og bæklunarskurðlækna. Tækið, sem er um 25 milljóna króna virði, er gjöf frá Arion banka og sjóði sem verið hefur í vörslu hans og stofnaður var á sínum tíma til að styðja tækjakaup.- 3.1.2012 06:00 Biðst undan auknum verkefnum „Það er ekki þess virði að berjast fyrir fyrirkomulagi sem kostar forseta fjárhagslegar fórnir og hugnast ekki nema helmingi bæjarstjórnar,“ segir Sigurborg Kr. Hannesdóttir, forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðar, í bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar þar sem hún baðst undan auknum starfsskyldum. 3.1.2012 05:00 Biðja Jón að greiða hlut í dýru malbiki Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á fundi sínum milli jóla og nýárs að greiða verktakafyrirtækinu KNH ehf. þrjár og hálfa milljón fyrir að malbika um hundrað metra vegspotta heim að vatnsverksmiðju Jóns Ólafssonar. 3.1.2012 04:00 Stefnt er að mokstri á stéttum í vikulokin Yfir þúsund fyrirspurnir bárust frá íbúum Reykjavíkurborgar fyrir áramótin í gegnum ábendingagáttina á Reykjavík.is vegna mikils snjós á gangstígum víðs vegar um borgina. Til stendur að hefja mokstur á fimmtudag eða föstudag, að sögn Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra Reykjavíkur. 3.1.2012 04:00 Ákvað makrílkvóta fyrir 2012 Jón Bjarnason, sem lét af embætti sjávarútvegsráðherra á föstudag, gaf út nýja reglugerð um makrílveiðar við Ísland á síðasta starfsdegi sínum. 3.1.2012 03:15 Strætófarþegar ekki fleiri í áratug Strætisvagnafarþegar hafa ekki verið fleiri hér á landi í meira en áratug. Um níu milljónir farþega ferðust með strætó á síðasta ári sem er um tuttugu prósent aukning frá fyrra ári. 2.1.2012 18:30 Innbrotsþjófar tilkynntu sjálfir um innbrot hjá sér Tveir karlmenn voru handteknir í austurborginni í nótt eftir að þeir höfðu hringt í lögreglu og tilkynnt um innbrot. Þegar lögreglumenn ræddu við þá á vettvangi voru mennirnir margsaga en einnig var ýmislegt í fari þeirra sem gaf sterklega til kynna að þeir hefðu komið við sögu í öðru innbroti, sem lögreglan hafði nýhafið rannsókn á. Það var framið skömmu áður á svipuðum slóðum. Í fórum mannanna fundust munir sem þeir gátu ekki gert grein fyrir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Mennirnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. 2.1.2012 20:39 Velti bíl í hálku Ökumaður velti bifreið sinni á Biskupstungnabraut í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi slasaðist enginn í veltunni. Full ástæða er til að vara fólk við hálku í Árnessýslu og víðar. 2.1.2012 20:08 Skotveiðimenn styrkja Landsbjörg Skotveiðifélag Íslands (SKOTVÍS) færði í dag Slysavarnafélaginu Landsbjörg góða peningagjöf. 2.1.2012 16:54 Sjá næstu 50 fréttir
Minnisvarði um misheppnaðar uppfinningar reistur í Austurríki Minjasafn um mislukkaðar uppfinningar mun brátt opna í Austurríki. Meðal gripa í safninu verða flytjanleg göt, blýantar með engu blýi og fóðruð kökukefli. 3.1.2012 22:38
Loftsteinadrífa skellur á norðurhveli jarðar á morgun Íbúum á norðurhveli Jarðar er bent á að horfa til himins milli 7 og 8 fyrir hádegi á morgun en von er á árlegri loftsteinahríð. Drífan nefnist Kvaðrantítar og er með tilkomumeiri loftsteinadrífum sem eiga sér stað á hverju ári. 3.1.2012 20:48
Reykvíkingar fundu skjálfta Jarðskjálfti sem varð nærri Krýsuvík rétt eftir klukkan níu í kvöld fannst greinilega. Samkvæmt bráðabirgðamælingum Veðurstofu Íslands varð skjálftinn klukkan tólf mínútur yfir níu um 2,7 kílómetrum vestnorðvestan af Krýsuvík. Bráðabirgðamælingin sýnir að hann var 3,6 á Richterskvarða. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni varð jarðskjálftafræðingur á vakt enn að reikna út endanlegar niðurstöður. 3.1.2012 21:35
Óvíst hvort nemendur geti komist í hverfisskólann Nemendur á leið í framhaldskóla næsta haust geta ekki gengið að því vísu að komast í sinn hverfisskóla þar sem innritunarreglum verður breytt vegna athugasemda frá Umboðsmanni Alþingis. 3.1.2012 19:12
Segja skotveiðarnar hafa lítil áhrif á fuglastofnana SKOTVÍS, Skotveiðifélag Íslands, telur að skotveiðar hafi lítil áhrif á viðkomu bjargfugla á Íslandi, því árlega séu skotnir nokkrir tugir þúsunda úr stofnum sem telja milljónir. 3.1.2012 17:54
Fær ekki bætur eftir að hafa misst tvær tennur í rennibraut Akureyrarbær var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af skaðabótakröfu föðurs tólf ára gamallar stúlku sem slasaðist í vatnsrennibraut í sundlaug Akureyrar árið 2007. 3.1.2012 16:26
Bátur og norðurljósatúristar í vanda Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar,Hannes Þ. Hafsteinn, er nú á leið til hafnar í Sandgerði með bát sem fékk net í skrúfuna um 13 sjómílur vestur af Sandgerði. Björgunarskipið fékk útkall um klukkan 13:40 og búist við að það komi með bilaða bátinn til hafnar um klukkan 17:00 í dag. 3.1.2012 16:21
Fjallað um landsfund Samfylkingarinnar í næstu viku Framkvæmdarstjórn Samfylkingarinnar mun koma saman í næstu viku til þess að fjalla um tillögu um auka landsfund á vordögum, sem níu flokksstjórnarmenn í Samfylkingunni lögðu fram á flokkstjórnarfundi 30. desember síðastliðinn. Tillagan var lögð fram eftir að hart var deilt um breytingar á ríkisstjórn. 3.1.2012 16:10
Ríkið dæmt til þess að greiða tæpar tólf milljónir vegna læknamistaka Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið til þess að greiða ellefu ára gömlu barni tæplega tólf milljónir króna fyrir læknamistök þegar það fæddist á Landspítalanum-háskólasjúkrahúsi árið 2000. 3.1.2012 15:34
Oddný ekki komin með aðstoðarmann Oddný G. Harðardóttir, nýskipaður fjármálaráðherra, er ekki búin að finna sér aðstoðarmann, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. 3.1.2012 15:13
2400 lítrar af heitu vatni á sekúndu Notkunin á heitu vatni frá Orkuveitu Reykjavíkur á síðasta ári nam 74,7 milljónum tonna sem svarar til 2.400 lítra á sekúndu árið um kring. Þetta er um milljón tonnum meira en árið 2010 og skýrist það að mestu eða öllu leyti af því að hitastigið var lægra, segir á vef OR. Jafngildishiti ársins 2010 var 0,5 gráðum hærri en á síðasta ári. 3.1.2012 14:52
Braut rúðu hjá björgunarsveitinni Unglingur á sautjánda ári braut rúðu í húsnæði Björgunarfélags Vestmannaeyja í reiðikasti. Lögreglan fékk tilkynningu um atvikið í vikunni sem leið. Pilturinn viðurkenndi að hann hefði brotið rúðuna eftir að hafa sinnast við félaga sinn. Hann lofaði svo að bæta tjónið. 3.1.2012 14:51
Stephen Fry í QI: Fræddi fólk um íslenskar nábrækur Stephen Fry og gestir hans í jólaþættinum spurningaþáttarins vinsæla QI tóku íslenskar nábrækur fyrir og leiddu að því líkum að nábrækur séu undirstaða íslensks efnahagskerfis. Þátturinn, sem nýtur mikilla vinsælda á BBC, gengur út á að Fry spyr gesti sína spurninga um allt á milli himins og jarðar og takmarkið er ekki endilega að svara rétt, heldur fremur að koma með nógu skemmtilega útskýringu á fyrirbærinu sem um ræðir. 3.1.2012 14:23
Little talks mest spilað á Bylgjunni árið 2011 Það var nóg um að vera á Bylgjunni á síðasta ári og alveg hellingur af lögum spiluð fyrir hlustendur. Af íslensku lögunum var lagið Little talks með hljómsveitinni Of monsters and men sem fékk mesta spilun á stöðinni á árinu 2011. Í öðru sæti var lagið Lengi skal manninn reyna með Megasi og Ágústu Evu. Óskabarn þjóðarinnar, Mugison, á svo næstu tvö lög í þriðja og fjóra sæti. 3.1.2012 14:05
Gamla lögreglustöðin í Reykjanesbæ full af heitu vatni "Það er búið að seytla þarna inn í um viku," segir Sigtryggur Magnason, einn af eigendum eignarhaldsfélagsins sem á gömlu lögreglustöðina í Reykjanesbæ. Þar uppgötvaðist í dag að heitavatnslögn hafði sprungið og flæddi sjóðandi heitt vatn um allt húsið. Talið er að lögnin hafi sprungið fyrir fjórum til sjö dögum síðan. 3.1.2012 14:04
Stefna á að ljúka rannsókn á meintri nauðgun í lok vikunnar Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið stefni á að rannsókn á meintri nauðgun pars í desember, ljúki í vikunni og verði sent ákæruvaldinu til frekari meðferðar. 3.1.2012 13:10
Björguðu tveimur hrossum: Voru búin að éta töglin hvort af öðru "Þau eru komin upp á kerruna og við erum búnir að gefa þeim hey,“ segir Þorsteinn Friðriksson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis á Grenivík, sem lagði af stað í morgun í Gæsadal, sem liggur norður frá Víkurskraði, til að sækja tvö hross sem voru þar illa haldin. 3.1.2012 13:01
Ekki lagagrundvöllur fyrir breytingum á innritunarreglum Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra studdist ekki við fullnægjandi lagagrundvöll þegar breytingar voru gerðar á innritunarreglum framhaldsskóla árið 2010. Þetta er mat Umboðsmanns Alþingis. 3.1.2012 12:56
Fjögurra bíla árekstur - mikil hálka á vegum úti Fjögurra bíla árekstur varð um hádegisbilið í dag á Hafnarfjarðarvegi. Samkvæmt upplýsingum frá árekstri.is þá er nær öruggt að óhappið megi rekja til hálku á veginum. 3.1.2012 12:29
Hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún taki starfið Ekki er öruggt að nýskipaður stjórnarformaður Hafró ætli að taka við stöðunni en skipan hennar var eitt af síðustu verkum Jóns Bjarnasonar sem sjárvarútvegs og landbúnaðarráðherra. 3.1.2012 12:04
Vatnstjón í Hafnarfirði Nokkuð tjón varð þegar vatn flæddi um gólf íbúðar í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði um miðjan dag í gær. Einn maður var sofandi í íbúðinni þegar þetta gerðist en viðkomandi var vakinn upp af nágrönnum, sem höfðu greinilega tekið eftir einhverju óvenjulegu. Talið er líklegt að tappi í lagnagrind hafi losnað með fyrrgreindum afleiðingum. 3.1.2012 11:54
Ók í annarlegu ástandi og faldi sig svo í snjóskafli Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn um kvöldmatarleytið í gær en stuttu áður hafði hann verið dreginn upp úr snjóskafli í Háaleitishverfinu af lögreglumönnum. 3.1.2012 11:51
Ungur piltur ók á ljósastaur Bíll valt við gatnamót Laugavegs og Kringlumýrarbrautar í nótt en við stýrið var ungur piltur sem ók á ljósastaur með fyrrgreindum afleiðingum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu skemmdist bíllinn nokkuð og var fjarlægður af vettvangi með dráttarbíl. Til allrar hamingju virðast meiðsli ökumannsins hins vegar hafa verið minniháttar. 3.1.2012 11:40
Vilja friða fimm tegundir af svartfugli Starfshópur á vegum umhverfisráðherra leggur til að fimm tegundir svartfugla verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu næstu fimm árin. Fulltrúi bændasamtakanna sagði sig úr starfshópnum þegar tillögurnar lágu fyrir. 3.1.2012 11:32
Sex lentu í snjóflóði - mildi að ekki fór verr "Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Barði Sveinsson, bóndi á Innri-Múla, nærri Patreksfirði, en hann lenti óvænt í snjóflóði síðdegis í gær ásamt fimm öðrum. Barði var að sækja sjö kindur sem voru í sjálfheldu á Fuglbergi í Fossdal á Barðaströnd. 3.1.2012 11:01
Ráð gert fyrir fundi um kjötkvóta í mánuðinum Viðræður við ESB um aukningu á tollkvótum lambakjöts sem boðaðar voru í haust hafa tafist. Stefnt er að því að tvöfalda kvótann, úr 1.850 tonnum í 4.000 tonn. Heimila gæti þurft aukinn innflutning á móti. 3.1.2012 11:00
Allt skal vera opið og sýnilegt Dráttur sem orðið hefur á afgreiðslu fyrirspurnar erlendra mannréttindasamtaka um fangaflug leyniþjónustu Bandaríkjanna skýrist að hluta af því að opinbera hlutafélagið Isavia fellur ekki undir upplýsingalög. 3.1.2012 11:00
Lilja boðar nýtt stjórnmálaafl "Við munum fljótlega kynna fleiri sem koma að þessum flokki,“ segir Lilja Mósesdóttir, óháður þingmaður, en hún boðar nýtt stjórnmálaafl þvert á alla flokka. Lilja er dul á framtíðaráætlanir þessa framboðs og segir í samtali við fréttastofu að fleiri nöfn verða kynnt á blaðamannafundi von bráðar. Lilja gat þó ekki sagt til um hvenær sá fundur yrði haldinn. 3.1.2012 09:22
Sex gripnir við hassreykingar Lögreglan á höfuðborgrsvæðinu hafði afskipti af sex manneskjum í tveimur bílum í nótt, vegna hassreykinga. 3.1.2012 07:47
Rafmagn aftur komið á bæi á Rangárvöllum Rafmagn komst aftur á bæi og þéttbýli á Rangárvölllum seint í gærkvöldi eftir að þar varð rafmangslaust fyrr um kvöldið. 3.1.2012 07:42
Pitsusendill slapp ómeiddur úr bílveltu Pitsusendill slapp ómeiddur þegar hann velti bíl sínum á mótum Laugavegar, Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar um klukkan tvö í nótt. 3.1.2012 07:39
Sex loðnuskip leita að loðnu norður af landinu Sex loðnuskip héldu úr höfn í nótt til leitar og veiða norður af landinu og annar eins fjöldi munu bætast í hópinn á næstu dögum, auk þess sem hafrannsóknarskip heldur til leitar í dag. 3.1.2012 07:29
Enn óákveðið með aukalandsfund Tillögu um aukalandsfund Samfylkingarinnar á vordögum, sem fram kom á flokksstjórnarfundi fyrir helgi, var vísað til umræðu á næsta flokksstjórnarfundi, sem gert er ráð fyrir að verði í janúar. Ekki er því rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga, meðal annars í Fréttablaðinu í gær, að tillagan hafi verið samþykkt. 3.1.2012 06:30
Ekki borin undir Neytendasamtökin Neytendasamtökin eru ósátt við að vera skrifuð fyrir greinargerð um fyrirhugaða ræktun á erfðabreyttum lífverum á Reykjum í Ölfusi. Á plagginu eru gerðar fjölmargar athugasemdir við að heimila skuli ræktunina, líkt og samtökin greina frá á heimasíðu sinni. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist aldrei hafa samþykkt greinargerðina, þó svo að hún hafi verið til umfjöllunar af hálfu samtakanna. 3.1.2012 06:00
Stjórnarformanni Hafró skipt út Jón Bjarnason, sem lét af embætti sjávarútvegsráðherra á föstudag, lét það verða eitt af sínum síðustu verkum í embætti að biðja Friðrik Má Baldursson um að láta af embætti stjórnarformanns Hafrannsóknastofnunar. Varð Friðrik við þeirri bón á föstudag og tók Erla Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sjávariðjunnar á Rifi, við starfinu. 3.1.2012 06:00
Hlé á vinnslu nýtt til fræðslu HB Grandi nýtir vinnsluhlé yfir hátíðirnar til námskeiðahalds fyrir starfsfólk í landvinnslu fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur haft þennan háttinn á síðustu ár og að þessu sinni tóku 25 nýir starfsmenn í fiskiðjuverinu á Norðurgarði í Reykjavík þátt í „starfsfræðslunámskeiði fiskvinnslunnar“ en slík námskeið hafa verið haldin allt frá árinu 1986. 3.1.2012 06:00
Nýtist til heilaskurðaðgerða Tekið hefur verið í notkun nýtt tölvustýrt staðsetningartæki á heila- og taugaskurðdeild Landspítala. „Tækið gerir að verkum að skurðaðgerðir á höfði verða bæði nákvæmari og öruggari. Það nýtist best við aðgerðir á æxlum í heila,“ segir á vef Landspítalans. Þá nýtist tækið við ýmsar aðgerðir háls-, nef- og eyrnalækna og bæklunarskurðlækna. Tækið, sem er um 25 milljóna króna virði, er gjöf frá Arion banka og sjóði sem verið hefur í vörslu hans og stofnaður var á sínum tíma til að styðja tækjakaup.- 3.1.2012 06:00
Biðst undan auknum verkefnum „Það er ekki þess virði að berjast fyrir fyrirkomulagi sem kostar forseta fjárhagslegar fórnir og hugnast ekki nema helmingi bæjarstjórnar,“ segir Sigurborg Kr. Hannesdóttir, forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðar, í bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar þar sem hún baðst undan auknum starfsskyldum. 3.1.2012 05:00
Biðja Jón að greiða hlut í dýru malbiki Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á fundi sínum milli jóla og nýárs að greiða verktakafyrirtækinu KNH ehf. þrjár og hálfa milljón fyrir að malbika um hundrað metra vegspotta heim að vatnsverksmiðju Jóns Ólafssonar. 3.1.2012 04:00
Stefnt er að mokstri á stéttum í vikulokin Yfir þúsund fyrirspurnir bárust frá íbúum Reykjavíkurborgar fyrir áramótin í gegnum ábendingagáttina á Reykjavík.is vegna mikils snjós á gangstígum víðs vegar um borgina. Til stendur að hefja mokstur á fimmtudag eða föstudag, að sögn Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra Reykjavíkur. 3.1.2012 04:00
Ákvað makrílkvóta fyrir 2012 Jón Bjarnason, sem lét af embætti sjávarútvegsráðherra á föstudag, gaf út nýja reglugerð um makrílveiðar við Ísland á síðasta starfsdegi sínum. 3.1.2012 03:15
Strætófarþegar ekki fleiri í áratug Strætisvagnafarþegar hafa ekki verið fleiri hér á landi í meira en áratug. Um níu milljónir farþega ferðust með strætó á síðasta ári sem er um tuttugu prósent aukning frá fyrra ári. 2.1.2012 18:30
Innbrotsþjófar tilkynntu sjálfir um innbrot hjá sér Tveir karlmenn voru handteknir í austurborginni í nótt eftir að þeir höfðu hringt í lögreglu og tilkynnt um innbrot. Þegar lögreglumenn ræddu við þá á vettvangi voru mennirnir margsaga en einnig var ýmislegt í fari þeirra sem gaf sterklega til kynna að þeir hefðu komið við sögu í öðru innbroti, sem lögreglan hafði nýhafið rannsókn á. Það var framið skömmu áður á svipuðum slóðum. Í fórum mannanna fundust munir sem þeir gátu ekki gert grein fyrir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Mennirnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. 2.1.2012 20:39
Velti bíl í hálku Ökumaður velti bifreið sinni á Biskupstungnabraut í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi slasaðist enginn í veltunni. Full ástæða er til að vara fólk við hálku í Árnessýslu og víðar. 2.1.2012 20:08
Skotveiðimenn styrkja Landsbjörg Skotveiðifélag Íslands (SKOTVÍS) færði í dag Slysavarnafélaginu Landsbjörg góða peningagjöf. 2.1.2012 16:54