Innlent

Hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún taki starfið

Jón Bjarnason fyrrum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason fyrrum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ekki er öruggt að nýskipaður stjórnarformaður Hafró ætli að taka við stöðunni en skipan hennar var eitt af síðustu verkum Jóns Bjarnasonar sem sjárvarútvegs og landbúnaðarráðherra.

Stjórnarformaðurinn nýskipaði heitir Erla Kristinsdóttir. Hún er framkvæmdastjóri Sjávariðjunnar á Rifi á Snæfellsnesi. Erla hefur á opinberum vettvangi gangrýnt Hafrannsóknarstofnun harðlega og sagt sjávarútveginum stæði beinlínis ógn af vinnubrögðum stofnunarinnar.

En það er ekki bara út af því sem skipan hennar kemur nokkuð á óvart. Tímasetning vakti einnig athygli en Jón Bjarnason lét það verða eitt sitt síðasta verk að biðja fráfarandi stjórnarformann að segja af sér að og skipa svo Erlu.

Fréttastofa ræddi við Erlu í morgun en hún vildi ekki veita viðtal.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Erla hins vegar ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggst taka við stjórnarformennskunni. Hún vilji fyrst ræða við nýjan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrím J Sigfússon og athuga hvort hún njóti trausts hans til að gegna stöðunni.

Það mun hafa komið henni á óvart hvernig skipan hennar bar að og hún vilji meta stöðu sína áður en hún tekur ákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×