Innlent

Minnisvarði um misheppnaðar uppfinningar reistur í Austurríki

Færanlegi nafnleynirinn sló ekki í gegn.
Færanlegi nafnleynirinn sló ekki í gegn. mynd/The Nonseum
Minjasafn um mislukkaðar uppfinningar mun brátt opna í Austurríki. Meðal gripa á safninu verða flytjanleg göt, blýantar með engu blýi og fóðruð kökukefli.

Stofnandi safnsins er Fritz Gall en hann er sjálfur misheppnaður uppfinningamaður. Hann fékk rúmar 70 milljónir íslenskra króna í styrk eftir að hann kynnti yfirvöldum í bænum Herrnbaumgarten fyrir hugmyndinni.

Gall vonast til að opna safnið á næstu mánuðum og er hæst ánægður með opinberan stuðning frá stjórnvöldum í Austurríki.

Auk blýlausra blýanta og fóðraðra kökukefla verður einnig tannbursti með engum bursta en hann var hannaður fyrir tannlaust fólk.

Svokallaður færanlegur nafnleynir verður einnig til sýnis á safninu en hann samanstendur af priki og svartri spýtu - tilgangurinn með uppfinningunni var sá að fólk gæti auðvelda falið andlit sitt ef ljósmyndarar væru á vappi.

Gall hefur haldið árlega sýningu með tilgangslausum uppfinningum og hafa þær notið gríðarlegra vinsælda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×