Innlent

Segja skotveiðarnar hafa lítil áhrif á fuglastofnana

Jón Hákon Halldórsson skrifar
SKOTVÍS, Skotveiðifélag Íslands, telur að skotveiðar hafi lítil áhrif á viðkomu bjargfugla á Íslandi, því árlega séu skotnir nokkrir tugir þúsunda úr stofnum sem telja milljónir.

Eins og fram hefur komið í fréttum í dag leggur starfshópur sem umhverfisráðherra skipaði í september síðastliðnum til að fimm tegundir sjófugla af svartfuglaætt verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu næstu fimm árin. Þar er um að ræða álku, langvíu, stuttnefju, lunda og teistu. Í greinargerð starfshópsins kemur fram að hann telur helstu orsakir hnignunar stofnanna vera fæðuskort en telur að tímabundið bann við veiðum og nýtingu muni flýta fyrir endurreisn þeirra.

Þessu er SKOTVÍS ósammála og segir að ef hlýnun sjávar við Ísland sé staðreynd, með tilheyrandi breytingum á fæðuframboði, þá sé sennilegt að bjargfuglum muni fækka, hvað sem veiðum og hefðbundnum nytjum líði. SKOTVÍS leggst ekki gegn tímabundnum veiðum á álku og lunda en segir að algert veiðibann eða miklar takmarkanir á þeim veiðum sem nú tíðkast sé marklaus aðgerð og muni spilla fyrir trú veiðimanna á fyrirkomulagi veiðistjórnunar á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×