Innlent

Braut rúðu hjá björgunarsveitinni

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar.
Unglingur á sautjánda ári braut rúðu í húsnæði Björgunarfélags Vestmannaeyja í reiðikasti. Lögreglan fékk tilkynningu um atvikið í vikunni sem leið. Pilturinn viðurkenndi að hann hefði brotið rúðuna eftir að hafa sinnast við félaga sinn. Hann lofaði svo að bæta tjónið.

Að morgni nýársdags var lögreglunni í Vestmannaeyjum svo tilkynnt um að eldur væri laus í fiskikari sem var við hús á Illugagötu. Eldurinn kviknaði út frá glóð í skoteld og var slökkviliðið kallað út, sem réði niðurlögum eldsins á skammri stundu. Lítið sem ekkert tjón varð af völdum eldsins nema hvað grindverk, sem karið stóð upp við, sviðnaði lítilsháttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×