Innlent

Innbrotsþjófar tilkynntu sjálfir um innbrot hjá sér

Tveir karlmenn voru handteknir í austurborginni í nótt eftir að þeir höfðu hringt í lögreglu og tilkynnt um innbrot. Þegar lögreglumenn ræddu við þá á vettvangi voru mennirnir margsaga en einnig var ýmislegt í fari þeirra sem gaf sterklega til kynna að þeir hefðu sjálfir komið við sögu í öðru innbroti, sem lögreglan hafði nýhafið rannsókn á. Það var framið skömmu áður á svipuðum slóðum. Í fórum mannanna fundust munir sem þeir gátu ekki gert grein fyrir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Mennirnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×