Innlent

Fjallað um landsfund Samfylkingarinnar í næstu viku

Frá landsfundi Samfylkingarinnar.
Frá landsfundi Samfylkingarinnar.
Framkvæmdarstjórn Samfylkingarinnar mun koma saman í næstu viku til þess að fjalla um tillögu um auka landsfund á vordögum, sem níu flokksstjórnarmenn í Samfylkingunni lögðu fram á flokkstjórnarfundi 30. desember síðastliðinn. Tillagan var lögð fram eftir að hart var deilt um breytingar á ríkisstjórn.

Eins og kunnug er þurfti Árni Páll Árnason að víkja úr embætti efnahags- og viðskiptaráðuneyti um áramótin. Oddný G. Harðardóttir tók svo við fjármálaráðuneytinu en Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, tók þá við sjávarútvegs- landbúnaðar- efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.

Eftir að framkvæmdastjórn hefur fundað um tillöguna getur hún boðað til flokkstjórnarfundar innan sjö daga. Að öllu jöfnu eru fundir flokkstjórnar boðaðir með sex vikna fyrirvara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×