Innlent

Ríkið dæmt til þess að greiða tæpar tólf milljónir vegna læknamistaka

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið til þess að greiða ellefu ára gömlu barni tæplega tólf milljónir króna fyrir læknamistök þegar það fæddist á Landspítalanum-háskólasjúkrahúsi árið 2000.

Barnið hefur verið greint með 40 prósent örorku vegna varanlegs tjóns á öxl sem það hlaut við fæðingu. Meðal annars kom fram í framburði ljósmóður í réttarhöldunum að hún hefði togað fjórum sinnum stíft í koll barnsins þar sem hnakki snéri fram og haka aftur en öxl barnsins var skorðuð af.

Þannig kemur fram í niðurstöðu dómsins að þegar um axlarklemmu er að ræða, eins og í tilviki barnsins, þá sé engin lausn að toga í höfuð barnsins, það sé ekki hjálplegt í venjulegum fæðingum og beinlínis skaðlegt þegar axlarklemma greinist. Þá voru viðurkenndar aðferðir við losun axla voru ekki reyndar.

Héraðsdómur féllst því á kröfu barnsins og dæmdi íslenska ríkið til þess að greiða því rúmlega ellefu og hálfa milljón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×