Innlent

Ekki borin undir Neytendasamtökin

Neytendasamtökin eru ósátt við að vera skráð sem umsagnaraðilar á greinargerð um ræktun erfðabreyttra lífvera.
Neytendasamtökin eru ósátt við að vera skráð sem umsagnaraðilar á greinargerð um ræktun erfðabreyttra lífvera.
Neytendasamtökin eru ósátt við að vera skrifuð fyrir greinargerð um fyrirhugaða ræktun á erfðabreyttum lífverum á Reykjum í Ölfusi. Á plagginu eru gerðar fjölmargar athugasemdir við að heimila skuli ræktunina, líkt og samtökin greina frá á heimasíðu sinni. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist aldrei hafa samþykkt greinargerðina, þó svo að hún hafi verið til umfjöllunar af hálfu samtakanna.

„Þetta eru vinnubrögð sem ekki á að ástunda. Þegar margir aðilar eru að samræma sín sjónarmið verður að ræða við alla og það var ekki gert,“ segir Jóhannes. „Þetta er plagg sem er okkur algjörlega óviðkomandi.“

Neytendasamtökin fengu sent upphaflegt skjal á sínum tíma og er enn með það til umfjöllunar. Jóhannes segir enga afstöðu hafa verið tekna í málinu og því hafi það komið honum á óvart þegar hann sá að samtökin voru skrifuð fyrir því.

„Við getum tekið undir hluta athugasemdanna, meðal annars varðandi kynningu málsins í heild,“ segir Jóhannes. „Og ég er ekki að halda því fram að þetta sé alvont plagg. En málið var aldrei nægjanlega vel borið undir okkur þar sem við áttum að vera einn aðilinn að þessu.“- sv



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×