Fleiri fréttir

Slökkti eld í húsi nágrannans

Íbúa við Mývatn tókst með snarræði að slökkva eld í íbúðarhúsi nágranna síns, áður en hann næði að breiðast þar út. Kona, sem býr í húsinu, sá hvar eldur logaði innandyra þegar hún var að koma heim, og kallaði eftir hjálp.

Þrjú börn týndust í Jólaskóginum í Heiðmörk

Ungur drengur varð viðskila við foreldra sína í Jólaskóginum í Heiðmörk seinnipartinn í gær. Drengurinn gekk alls sex kílómetra leið að húsi á Vatnsenda þar sem hann knúði dyra og lét vita af sér.

Lítils háttar aukin áhætta en þó engin hætta

„Ég myndi ekki segja að hætta hafi skapast, en af þessu er sannarlega lítilsháttar aukin áhætta,“ segir Ingimar Sigurðarson, flugrekstrarstjóri Flugfélagsins Arna. Aðflug að austur-vesturbraut Reykjavíkurflugvallar hefur á þessu ári verið brattara en vanalegt er vegna hárra trjáa í Öskjuhlíð.

Flokkar málma sjálfkrafa frá

Flokkunarstöð Sorpu í Gufunesi hefur tekið í notkun búnað sem flokkar málmhluti sjálfvirkt, með segulafli, frá öðru sorpi. Því þurfa heimili á höfuðborgarsvæðinu og önnur svæði sem Sorpa þjónar í sorphirðu, ekki lengur að vera með sérstaka flokkunartunnu undir smáa málmhluti.

Þingi lokið þrátt fyrir óvissu um hríð

Þingmenn brugðu ekki út af vana sínum og dagskrá þingsins, síðustu daga fyrir jólafrí, var í uppnámi. Framan af virtist allt með ró og spekt en tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að draga til baka ákæru á hendur Geir H. Haarde, virkaði sem sprengja inn í þingstörfin. Sátt náðist um málið og þingi lauk á laugardag.

Herjólfur til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar mánudag til fimmtudags, 19. til 22. desember, vegna óhagstæðrar ölduspár fyrir Landeyjahöfn. Þetta kemur fram á vefsíðu Eimskips.

Vigdís um Havel: Sá hafið fyrst á Íslandi

Vaclav Havel, fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Tékklands, lést í morgun, sjötíu og fimm ára að aldri. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir mikinn sjónarsvipti vera að góðum vini.

Segir sonarson sinn sólginn í rúsínur

Tveggja ára barnabarn Helga Vilhjálmssonar, kenndan við Góu, var meðal þeirra sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í gær. Helgi segir drenginn vera lunkinn við að plata afa sinn til að gefa sér nammi, og er hann sérstaklega hrifinn af súkkulaðirúsínum.

Ók á tólf ára dreng og stakk af

Karlmaður á fertugsaldri ók á tólf ára dreng í gærdag og stakk af vettvangi. Drengurinn hruflaðist á líkama auk þess sem hann fékk höfuðáverka. Færa þurfti drenginn á spítala þar sem hann dvaldi yfir nótt. Ekki er talið að hann hafi beinbrotnað eftir að ekið var á hann.

Rúta valt á hliðina

Rúta fór út af nærri Akranesafleggjara og valt á hliðina fyrir stundu. Ökumaðurinn var einn í rútunni og var hann færður á spítala til aðhlynningar. Vont veður er á svæðinu og talsvert slabb á götunum.

Foreldrar vilja að börnin fái kornmeti á leikskólum

Nokkurrar andstöðu gætir meðal foreldra leikskólabarna á Akureyri vegna þess að hætt verður að gefa börnunum kornmeti í morgunmat en þess í stað fá þau ávexti. Stofnuð hefur verið undirskriftarsíða þar sem þessum breytingum er mótmælt.

Varað við mikilli hálku

Það hlánar í dag á láglendi, fyrst suðvestanlands með rigningu og hvassviðri. Við þær aðstæður verður flughálka á vegum þar sem snjór og ís er fyrir. Hríð og skafrenningur á fjallvegum, einkum um og eftir miðjan daginn.

Borgarbörn styrkja Ellu Dís - flytja leikrit í Iðnó í dag

Borgarbörn munu flytja leikritið Óværuenglarnir klukkan 14:00 í Iðnó í dag. Um er að ræða jólaleikrit barna- og unglingaleikhúss Borgarbarna. Allt andvirði aðgöngumiða verður látið renna óskipt til Ellu Dísar og systra hennar. Að auki verðu jólagjafasöfnun til Mæðrastyrksnefndar eftir sýninguna. Allir eru velkomnir.

Herjólfur siglir frá Landeyjarhöfn

Gert er ráð fyrir því að Herjólfur sigli þrjár ferðir milli Eyja og Landeyjahafnar í dag en Brottför frá Eyjum var klukkan 8:00 og svo 11:30 og 15:30.

Lokað í Bláfjöllum - opið í Hlíðarfjalli og víðar

Lokað verður í Bláfjöllum í dag vegna veðurs. Þar er farið að hvessa mikið og skafa. Forsvarsmenn skíðasvæðisins segja ljóst að bæta muni verulega í á næstu klukkustundum og því var ákveðið að opna ekki í morgun en í Bláfjöllum var opið í gær.

Eldur kom upp í gufubaði

Eldur kom upp í gufubaði í Hátúni í Reykjavík klukkan fimm í morgun. Kona sem var á heimilinu var flutt á slysadeild til athugunar vegna gruns um reykeitrun.

Kortaþrjótar í gæsluvarðhald

Tveir karlmenn af útlenskum uppruna hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fyrir að reyna að greiða fyrir Rolex-úr með fölsuðu greiðslukorti. Mennirnir hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna varðhald að því er greint er frá á heimasíðu RÚV.

Þrír fluttir á spítala eftir harðan árekstur

Harður árekstur varð á Sæbrautinni nærri Húsasmiðjunni upp úr klukkan fimm. Tveir bílar skullu saman og þurfti að flytja þrjá á spítala. Sæbrautinni var lokað. Áætlað var að aftur yrði opnað fyrir umferð um klukkan sex.

Tíu fallegustu myndirnar úr sólkerfinu

Stjörnufræðivefurinn hefur tekið saman tíu fallegustu myndirnar úr sólkerfinu í ár. Þannig segir á heimasíðu stjörnufræðinganna að „ár hvert eru þúsundir ljósmynda teknar af undrum alheimsins, hvort sem er af stjörnuáhugafólki, stjörnufræðingum eða vélrænum sendiherrum jarðarbúa úti í sólkerfinu. Margar þessara mynda eru gullfallegar, oft hreinustu listaverk, sem verðskulda að sem flestir fái notið.“

Fréttaskýring: Geirsmál er sprengja inn í áætluð þinglok

Hvaða áhrif hefur tillaga um afturköllun ákæru á Geir H. Haarde á þingstörfin? Tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, kom eins og sprengja inn í þingið á síðustu dögum fyrir þinglok. Þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks krefjast þess að málið verði tekið á dagskrá fyrir þinglok. Óvissa ríkir um hvort málið er þingtækt.

Tölvuþrjótar stjórna 10% íslenskra tölva

Tíunda hver tölva á Íslandi er sýkt af óværu sem gerir tölvuþrjótum kleift að nota hana til að gera netárásir, senda ruslpóst eða stela upplýsingum úr tölvunni sjálfri.

Miðaði hlaðinni haglabyssu í andlit konu

Ríkissaksóknari hefur ákært tuttugu og þriggja ára mann fyrir að ráðast á fyrrum unnustu sína og svipta hana frelsi í allt að tvær og hálfa klukkustund í febrúar á þessu ári. Jafnframt að hafa miðað hlaðinni haglabyssu í andlit hennar.

Hraðsendingin á Ipad jafndýr tækinu sjálfu

„Hvaða líkur eru á að flutningskostnaður hlutar sé upp á sent það sama og andvirði hlutarins út úr búð?“ spyr Páll Árnason sem er afar ósáttur við að hafa verið rukkaður um jafnvirði 500 bandaríkjadollara fyrir sendingu á Ipad spjaldtölvu frá New York til Íslands.

Tillögur um nýja borgara vekja gleði

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að 24 verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur og lagt fram frumvarp þess efnis.

Mikill verðmunur á jólamat

Ódýrasta jólamatinn er oftast að finna í Bónus. Mikill verðmunur er á reyktu kjöti í verslunum landsins og reyndist mesti munurinn vera 37 prósent á SS hamborgarhrygg þegar verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun þann 12. desember síðastliðinn. Hryggurinn var dýrastur í Fjarðarkaupum og ódýrastur í Bónus.

Svipað hlutfall og í fyrravetur

Hlutfall negldra hjólbarða á götum Reykjavíkurborgar er nær óbreytt milli ára samkvæmt nýrri talningu. Fram kemur á vef borgarinnar að nú séu 33 prósent ökutækja á negldum dekkum, en í fyrravetur var hlutfallið 32 prósent.

Furðuljós á himnum reyndust vera Iridíumblossar

"Þetta var mjög áberandi þegar við keyrðum upp götuna,“ segir Hjálmar Þór Hjálmarsson sem náði myndum af sérkennilegum ljósum á næturhimninum rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Myndbandið var tekið upp í Mosfellsbæ og er linsunni beint í áttina að Þingvöllum.

Spjallaði við ferðamann á meðan hann rændi 400 evrum

Karlmaður stal fjögurhundruð evrum, eða rúmlega 60 þúsund krónum, af erlendri konu á veitingastað. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni kom maðurinn að tali við konuna á veitingastað á Laugavegi um klukkan hálf tvö í dag. Á meðan þau töluðu saman stal maðurinn peningunum og persónukortum að auki.

Gunnar Birgisson: "Reglur eiga ekki alltaf við“

Gunnar Birgisson, fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, segir að reglur eigi ekki alltaf við, en hann hefur nú ásamt öðrum stjórnarmönnum verið ákærður fyrir ólögmætar lánveitingar sjóðsins og blekkingar.

Páfagaukur týndur á Akureyri

Íbúar á Sólvöllum á Akureyri týndu páfagauk í gærkvöldi. Talið er líklegt að hann hafi leitað sér skjóls einhverstaðar í nágrenninu, en það er afar kalt úti og ekki vænlegt veður fyrir páfagauka.

Sjá næstu 50 fréttir