Furðuljós á himnum reyndust vera Iridíumblossar 17. desember 2011 00:00 Iridíumblossi í sólsetrinu. Hægt er að sjá blossana á Íslandi í meðfylgjandi myndbandi. „Þetta var mjög áberandi þegar við keyrðum upp götuna," segir Hjálmar Þór Hjálmarsson sem náði myndum af sérkennilegum ljósum á næturhimninum rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Myndbandið var tekið upp í Mosfellsbæ og er linsunni beint í áttina að Þingvöllum. Hjálmar var að keyra ásamt kærustu sinni þegar hann sá blossa á svörtum himninum og reif þá upp símann og náði myndbandi af furðuljósunum. Hjálmar sendi svo myndbandið á fréttastofuna sem leitaði skýringa á ljósunum. Að sögn Sævars Helga Bragasonar, stjörnufræðingi, urðu Hjálmar og kærasta hans vitni að því þegar gervitunglaklasi kenndur við Iridíum endurvarpaði ljósi frá sólinni. Um er að ræða svokallaða Iridíumblossa. Tunglin eru 66 talsins og ganga um jörðu í 790 kílómetra hæð og fara nálægt heimskautunum. Flest gervitungl nota loftnet sem hafa skálarlögun, en Iridíumtunglin bera annarskonar loftnet sem eru flöt og líta út eins og stórir speglar. Hvert gervitungl hefur þrjú slík loftnet sem endurvarpa sólarljósinu, og ef athugandi lendir í einhverjum geislanna sér maður glampa sem getur verið hundraðfalt bjartari en Venus, sem er skærasta stjarnan á himnum í myrkasta skammdeginu. „Þetta er í raun algengasta ástæðan fyrir því að tilkynnt er um fljúgandi furðurhluti," segir Sævar Helgi og því er ekki undarlegt að fólk verði undrandi þegar það sér ljósin á himnum. Sævar Helgi bætir við að blossarnir séu daglegt brauð. „Eina kúnstin er í raun að vita hvert og hvenær maður á að horfa," segir Sævar Helgi en ferli tunglanna er svo nákvæmlega skrásett að það er hægt að vita með nákvæmri vissu hvenær og hvar næstu blossar verða. Þannig er hægt að sjá annað eins í kvöld klukkan 19:27:21 sé litið til himins í norðvestri. Blossarnir verða þá í 22 gráðum yfir sjóndeildarhring. Þá munu blossarnir aftur lýsa upp himininn í norðaustri klukkan 19:35:57. „Þetta getur líka verið skemmtilegur samkvæmisleikur," segir Sævar Helgi og bætir við að það geti verið skemmtilegt, ef ekki rómantískt, að koma vinum og vandamönnum á óvart og sýna þeim þennan sérkennilega ljósagang. Hægt er að horfa á blossana í myndbandinu sem Hjálmar Þór tók upp í gær hérna. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
„Þetta var mjög áberandi þegar við keyrðum upp götuna," segir Hjálmar Þór Hjálmarsson sem náði myndum af sérkennilegum ljósum á næturhimninum rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Myndbandið var tekið upp í Mosfellsbæ og er linsunni beint í áttina að Þingvöllum. Hjálmar var að keyra ásamt kærustu sinni þegar hann sá blossa á svörtum himninum og reif þá upp símann og náði myndbandi af furðuljósunum. Hjálmar sendi svo myndbandið á fréttastofuna sem leitaði skýringa á ljósunum. Að sögn Sævars Helga Bragasonar, stjörnufræðingi, urðu Hjálmar og kærasta hans vitni að því þegar gervitunglaklasi kenndur við Iridíum endurvarpaði ljósi frá sólinni. Um er að ræða svokallaða Iridíumblossa. Tunglin eru 66 talsins og ganga um jörðu í 790 kílómetra hæð og fara nálægt heimskautunum. Flest gervitungl nota loftnet sem hafa skálarlögun, en Iridíumtunglin bera annarskonar loftnet sem eru flöt og líta út eins og stórir speglar. Hvert gervitungl hefur þrjú slík loftnet sem endurvarpa sólarljósinu, og ef athugandi lendir í einhverjum geislanna sér maður glampa sem getur verið hundraðfalt bjartari en Venus, sem er skærasta stjarnan á himnum í myrkasta skammdeginu. „Þetta er í raun algengasta ástæðan fyrir því að tilkynnt er um fljúgandi furðurhluti," segir Sævar Helgi og því er ekki undarlegt að fólk verði undrandi þegar það sér ljósin á himnum. Sævar Helgi bætir við að blossarnir séu daglegt brauð. „Eina kúnstin er í raun að vita hvert og hvenær maður á að horfa," segir Sævar Helgi en ferli tunglanna er svo nákvæmlega skrásett að það er hægt að vita með nákvæmri vissu hvenær og hvar næstu blossar verða. Þannig er hægt að sjá annað eins í kvöld klukkan 19:27:21 sé litið til himins í norðvestri. Blossarnir verða þá í 22 gráðum yfir sjóndeildarhring. Þá munu blossarnir aftur lýsa upp himininn í norðaustri klukkan 19:35:57. „Þetta getur líka verið skemmtilegur samkvæmisleikur," segir Sævar Helgi og bætir við að það geti verið skemmtilegt, ef ekki rómantískt, að koma vinum og vandamönnum á óvart og sýna þeim þennan sérkennilega ljósagang. Hægt er að horfa á blossana í myndbandinu sem Hjálmar Þór tók upp í gær hérna.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira