Innlent

Ökuníðingar keyrðu á allt að 200 kílómetra hraða

Umferðareftirlit.
Umferðareftirlit.
Ökuníðingar keyrðu á allt að 200 kílómetra hraða fram hjá eftirlitsmyndavélum á síðasta ári, en myndavélarnar skráðu fleiri en 22 þúsund hraðaakstursbrot á árinu.

Það er fækkun um þrjá og hálfan hundraðshluta frá árinu áður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um framkvæmd umferðaröryggisáætlunar á síðast ári.

Tíu vélar skráðu að meðaltali 61 slíkt brot á dag. Flest brot áttu sér stað á Suðurlandsvegi eða 41%, 27% í Hvalfjarðargöngum og 24% í Hvalfjarðarsveit en flestar myndavélarnar eru á suðvesturhorni landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×