Innlent

Herjólfur til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar næstu daga.
fréttablaðið/stefán
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar næstu daga. fréttablaðið/stefán
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar mánudag til fimmtudags, 19. til 22. desember, vegna óhagstæðrar ölduspár fyrir Landeyjahöfn. Þetta kemur fram á vefsíðu Eimskips.

Brottför frá Vestmannaeyjum er klukkan 8.00 og 15.30 og frá Þorlákshöfn klukkan 1.45 og 19.15. Þá er vakin athygli á að hálka er víða á Hellisheiði og í Þrengslum og að fólk skuli ætla sér góðan tíma í akstur til og frá viðkomustöðum Herjólfs.- rat




Fleiri fréttir

Sjá meira


×