Innlent

Rúta valt á hliðina

Miklar vindhviður eru á Kjalarnesi.
Miklar vindhviður eru á Kjalarnesi.
Rúta fór út af nærri Akranesafleggjara og valt á hliðina fyrir stundu. Ökumaðurinn var einn í rútunni og var hann færður á spítala til aðhlynningar. Vont veður er á svæðinu og talsvert slabb á götunum.

Þá velti ökumaður bifreið sinni undir Hafnarfjalli í dag. Tveir voru í bílnum og voru þeir fluttir á heilsugæsluna í Borgarnesi. Meiðsl þeirra reyndust minniháttar.

Varað er við miklum vindhviðum á utanverðu Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli á milli tvö og fimm í dag. Svo er einnig varað við hálku á suðvesturlandi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill svo koma þeim upplýsingum til ökumanna að Suðurlandsvegur frá Breiðholtsbraut og austur er illfær fólksbifreiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×