Fleiri fréttir Þingstörfum lýkur á morgun - mál Geirs rætt eftir Jól Samkomulag hefur náðst um það á Alþingi að ljúka þingstörfum fyrir Jól á morgun. Þetta var ákveðið eftir fund forseta Alþingis og formanna þingflokka á þingi. Þá var einnig ákveðið að ræða þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um að draga ákæru á hendur Geir Haarde til baka, strax eftir áramót þegar þing hefst á ný. 16.12.2011 23:00 Gunnar um ákæru Ríkissaksóknara: Þetta er bara út í hött Gunnar Birgisson, fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar hafði ekki heyrt af ákærum Ríkissaksóknara á hendur honum og fimm öðrum, þegar Vísir hafði samband við hann í kvöld. Hann segir ákærurnar fáránlegar en þær eru í tveimur liðum. Annarsvegar er ákært fyrir ólögmætar lánveitingar til Kópavogsbæjar og hinsvegar fyrir að hafa veitt Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar. 16.12.2011 21:00 Boða til mótmæla við bandaríska sendiráðið Boðað hefur verið til samstöðumótmæla fyrir utan bandaríska sendiráðið á Laufásvegi á morgun. Tilefnið er afmælisdagur Bradley Manning en hann verður 24 ára á morgun. Manning, sem er í bandaríska hernum, hefur verið í fangelsi í tvö ár eða allt frá því upp komst um að hann hefði látið WikiLeaks í té þúsundir skjala sem vörðuðu meðal annars framferði Bandaríkjamanna í Írak. 16.12.2011 22:00 Framkvæmdastjóri LSK og stjórnarmenn ákærðir Ríkissaksóknari hefur ákært fyrrum framkvæmdastjóra og fimm stjórnarmenn í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Í yfirlýsingu sem Flosi Eiríksson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi og einn þeirra sem ákærðir eru hefur sent frá sér, segir að ákæran sé í tveimur liðum. Annars vegar er ákært fyrir að sjóðurinn hafi veitt Kópavogsbæ ólögmæt lán og hinsvegar að hann hafi veitt Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar. 16.12.2011 20:00 Jólasveinarnir gefa í skóinn fyrir um 220 milljónir Ætla má að jólasveinarnir þrettán kaupi gjafir í skóinn fyrir á þriðja hundrað milljóna króna fyrir jólin. Framkvæmdastjóri Epli punktur is kannast ekki við að hafa fengið jólasveina í sína verslun. 16.12.2011 20:00 Íbúar í Húnaþingi vestra himinlifandi Sveitarstjórnarmaður í Húnaþingi vestra er himinlifandi yfir því að Landsbankinn hafi viðurkennt málflutning stofnfjáreigenda og fellt niður lán til þeirra að eigin frumkvæði. Þungu fargi var létt af skuldurum sem margir hverjir stefndu í þrot. 16.12.2011 19:00 Að minnsta kosti fjórir þingmenn Samfylkingar vilja hætta við málið Að minnsta kosti fjórir þingmenn Samfylkingarinnar styðja þingsályktunartillögu um að draga málshöfðun á hendur Geir Haarde fyrir landsdómi til baka. Tveir ráðherrar Vinstri grænna eru sagðir íhuga að ljá málinu hlutleysi sitt með því að sitja hjá. Gríðarleg ólga er vegna málsins í þinginu en afar ólíklegt er að málið komist á dagskrá. Þorbjörn Þórðarson. 16.12.2011 18:30 Varað við hálku með kvöldinu Talsverð umferð hefur verið á Höfuðborgarsvæðinu í dag og biður lögreglan ökumenn um að vera vakandi þvi hálka getur myndast þegar líður tekur á kvöldið. „Einnig vill lögreglan brýna fyrir fólki að skilja ekki eftir lausamuni í bílum þegar verið að gera jólainnkaupin,“ segir í tilkynningu. 16.12.2011 18:00 Vilja veita Liu Xiabo pólitískt skjól hér á landi Þingmenn VG, þeir Þráinn Bertelsson og Björn Valur Gíslason, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um ríkisstjórnin bjóði kínverska andófsmanninum og nóbelsverðlaunahafanum Liu Xiaobo pólitískt skjól á Íslandi. 16.12.2011 17:00 Auglýsa eftir eiganda páfagauks sem fannst ískaldur fyrir utan Hörpu "Við vorum bara að koma úr jólahlaðborði hérna í Hörpunni þegar við rákumst á hann,“ segir Áslaug Finnsdóttir, sem fann páfagauk fyrir utan Hörpuna nú fyrir stundu. Páfagaukurinn er grár og hvítur með blátt fallegt stél, að hennar sögn. Hún auglýsir eftir eigandanum en gaukurinn var mjög kaldur þegar Áslaug fann hann. 16.12.2011 16:00 HK upp fyrir Fram í N1 deild karla 16.12.2011 16:00 Dregið í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar 16.12.2011 16:00 Rumenigge: Basel á skilið virðingu 16.12.2011 16:00 Jólaball í skógi 16.12.2011 16:00 Eitthvað gott í skóinn 16.12.2011 16:00 Safna sólgleraugum 16.12.2011 16:00 Hagar á markað 16.12.2011 16:00 Thorsil sækir um lóð á Bakka 16.12.2011 16:00 Yfir hættumörkum 16.12.2011 16:00 Fjórir Samfylkingarþingmenn styðja Geir 16.12.2011 16:00 Alma komin í tog Erlendur dráttarbátur er kominn með flutningaskipið Ölmu í tog. Eins og greint var frá fyrr í dag er ætlunin að hann togi skipið til Akureyrar. Þar á að taka skipið í slipp og setja undir það nýtt stýri, en stýrið datt af Ölmu rétt fyrir utan Hornafjörð snemma í síðasta mánuði og komu lóðsbáturinn á Höfn og togarinn Hoffell í veg fyrir að skipið ræki upp í fjöru. Útgerðin er búin að leggja fram tryggingu fyrir björgunarlaunum. 16.12.2011 15:00 Með 113 grömm af grasi og keyrði í vímu Tuttugu og fimm ára karlmaður var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlagabrot. Maðurinn hafði í vörslum sínum 113 grömm af maijúana og tvær kannabisplöntur. Þá ók hann einnig bifreið sviptur ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna. Brotaferill mannsins hófst þegar hann var um 17 ára og hefur verið dæmdur fjórum sinnum og náðum sáttum sjö sinnum og þótti dómara því tveggja mánaða fangelsisvist hæfileg. 16.12.2011 15:00 Fannst meðvitundarlaus í miðbæ Sauðárkróks Eldri maður fannst meðvitundarlaus innanbæjar á Sauðárkróki rétt fyrir hádegið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglu að maðurinn hafi verið kaldur þegar komið var að honum. 16.12.2011 14:00 Syngur Snjókorn falla í fyrsta sinn í áratugi Þórhallur Sigurðsson leikari, sem Íslendingar þekkja best undir listamannsheitinu Laddi, flutti jólalagið Snjókorn falla í gær í fyrsta sinn opinberlega frá því að hann tók lagið upp á plötu fyrir um tuttugu árum síðan. Lagið verður flutt í þættinum Íslenski listinn sem sýndur er á morgun, en Vísir tekur forskot á sæluna og birtir lagið hér. 16.12.2011 12:00 Vill að Bjarni dragi tillögu sína til baka Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði við upphaf Alþingis í dag að hún teldi réttast að Bjarni Benediktsson myndi draga til baka þingsályktunartillögu sína um að hætt yrði við málsókn gegn Geir Haarde. 16.12.2011 11:00 Tóku kannabisplöntur og ofskynjunarsveppi Lögreglan gerði húsleit á Akureyri í morgun þar sem hald var lagt á 25 kannabisplöntur auk tækja til ræktunar hjá manni á þrítugsaldri. Þá gerði lögreglan jafnframt tvær húsleitir í íbúð og iðnaðarhúsnæði á Akureyri að undangengnum úrskurði Héraðsdóm norðurlands eystra. Þar lagði lögreglan hald á 10 grömm af kannabisefnum og nokkurt magn af ofskynjunarsveppum. 16.12.2011 11:00 45 milljónir settar árlega í að markaðssetja Reykjavík Reykjavíkurborg ætlar að verja árlega 45 milljónum króna vegna stofnunar samstarfsvettvangs um markaðssetningu á Reykjavík sem alþjóðlegri ráðstefnu- og viðburðaborg. Fyrirhugað er að samstarfsvettvangurinn muni bera heitið Ráðstefnuborgin Reykjavík og árangurinn af samstarfinu verði metinn að þremur árum liðnum. 16.12.2011 10:00 Express og Matthías fyrir dóm Lögbannskrafa Iceland Express á að Matthías Imsland, fyrrverandi forstjóri félagsins, notfæri sér reynslu sína í starfi hjá félaginu til að stofna nýtt fyrirtæki í flugrekstri verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Matthías var ráðinn forstjóri Iceland Express 1. janúar 2007. Honum var svo sagt upp í september síðastliðnum. Frá þeim tíma hefur hann unnið að stofnun nýs flugfélags sem hefur hlotið heitið WOW Air. 16.12.2011 09:00 Ýktu hættuna af trjánum í Öskjuhlíðinni Hættan sem steðjar að flugumferð á Reykjavíkurflugvelli virðist hafa verið ýkt í bréfi flugvallarstjóra Isavia til Reykjavíkurborgar í september síðastliðnum. 16.12.2011 08:00 Dauð og rotnandi síld um alla sjó undan Stykkishólmi Dauð og rotnandi síld flýtur nú um allan sjó á milli eyja við Stykkishólm og er lyktin af þessu svo ógeðsleg að janfvel sjófuglinn fælist síldina, segir viðmælandi Skessuhorns. 16.12.2011 07:00 Innbrot í verslun á Akureyri Brotist var inn í verslun á Lónsbakkasvæðinu í útjaðri Akureyrar í nótt og þaðan stolið nokkrum dýrum raftækjum. Andvirði þýfisins hleypur á hundruðum þúsunda króna. 16.12.2011 07:00 Erlendur dráttarbátur dregur Ölmu til Akureyrar Erlendur dráttarbátur er væntanlegur til Fáskrúðsfjarðar í dag og er ætlunin að hann dragi flutningaskipið Ölmu til Akureyrar. 16.12.2011 07:00 Bjarni leggur til að málshöfðun gegn Geir Haarde verði felld niður Bjarni Benediktssson formaður Sjálfstæðisflokksins lagði í gærkvöldi fram þingsályktunartillögu á Alþingi, í eigin nafni, um að málshöfðun á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi, verði felld niður. 16.12.2011 07:00 Leita stuðnings við afturköllun ákæru Unnið er að því að afla stuðnings við tillögu Sjálfstæðismanna um að ákæra Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði dregin til baka. Vonast er til að hægt verði að leggja tillöguna fram í dag. 16.12.2011 07:00 Ung lögga fékk heiðurverðlaun „Þetta kom skemmtilega á óvart. Það er nú ekki svo oft sem okkur er hrósað og sjálfur lít ég á aðstoð lögreglunnar við borgarana sem sjálfsagðan hlut,“ segir lögreglumaðurinn Jóhann Birkir Guðmundsson sem í fyrradag hlaut heiðursverðlaun Stúdentaráðs. 16.12.2011 07:00 Buðu Íslandi aðeins 6,5% makrílkvótans Sameiginleg tillaga Evrópusambandsins (ESB) og Noregs, sem lögð var fram á fundi strandríkjanna í Clonakilty á Írlandi í síðustu viku, gerði aðeins ráð fyrir 6,5% hlutdeild Íslands í sameiginlegum makrílkvóta frá og með næsta ári, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 16.12.2011 06:00 Eyddu hálfum milljarði á hátíðinni Erlendir ferðamenn sem sóttu Iceland Airwaves-hátíðina heim eyddu 450 milljónum króna meðan á hátíðinni stóð. Þetta kemur fram í könnun á hagrænum áhrifum komu gesta hátíðarinnar hingað til lands, sem unnin er á vegum Útflutningsstofu íslenskrar tónlistar. Iceland Airwaves stóð yfir dagana 31. október til 4. nóvember. 16.12.2011 06:00 Óvíst með hvít jól í Reykjavík Óvíst er hvort jólin verði hvít í höfuðborginni. Næsta vika verður umhleypingasamari í veðri en undanfarið, þá sér í lagi sunnanlands. 16.12.2011 05:30 Glassúr og púðursykur reyndust of létt Nettóþyngd Kötlu púðursykurs og glassúrs frá Kötlu eru undir leyfilegum mörkum sé miðað við merkingar á vörunum. Glassúrinn er að meðaltali um 30 prósentum undir nettóþyngd, vegur að meðaltali um 103 grömm, en samkvæmt pakkningu á varan að vega 150 grömm. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Neytendastofu á þyngd sex vörutegunda sem notaðar eru í bakstur. 16.12.2011 04:30 Par með hundruð gramma kókaíns Par sem var að koma frá Spáni í byrjun vikunnar reyndist vera með kókaín falið innvortis. Parið var úrskurðað í gæsluvarðhald fram á mánudag, en jafnvel er gert ráð fyrir að fólkið verði látið laust í dag þar sem rannsókn málsins hefur miðað mjög vel. 16.12.2011 03:30 Ekki niðurlæging að fá mat í poka Við viljum helst sjá bros á þeim sem fara frá okkur og reynum að miða við það,“ segir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík. Jólin eru annasamasti tíminn hjá hjálparsamtökum eins og Mæðrastyrksnefnd, og jólaúthlutunin er í undirbúningi allt árið um kring. 16.12.2011 03:00 Togari knúinn áfram með orku úr dýrafitu Björgúlfur EA 312, ísfiskstogari Samherja, kom til heimahafnar á Dalvík í gær en í veiðiferðinni var nýttur innlendur orkugjafi, lífdísill, framleiddur hjá nýsköpunarfyrirtækinu Orkey á Akureyri. Þetta mun vera einsdæmi í heiminum að úrgangi sé breytt í orku sem nýtt er til að keyra fiskiskip. 16.12.2011 02:30 Meirihlutinn vill leyfa staðgöngumæðrun Meirihluti velferðarnefndar Alþingis hefur lagt til að þingsályktunartillaga um að heimila skuli staðgöngumæðrun verði samþykkt. Tveimur minnihlutaálitum var skilað þar sem lagst var gegn því að tillagan yrði samþykkt nú. 16.12.2011 02:30 Þingflokkur VG gegn því að draga ákæru til baka "Þetta mál verður ekki lagt fram með vilja eða samþykkt VG,“ sagði Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna, um fyrirhugaða þingsályktunartillögu Sjálfstæðisflokksins, um að skora á saksóknara Alþingi um að draga kæru gegn Geir H. Haarde til baka. 15.12.2011 21:00 Rætt um að draga málið gegn Geir til baka Þingmenn á Alþingi hafa rætt þá hugmynd sín á milli í dag að draga landsdómsmálið gegn Geir Haarde til baka. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, gerir málið að umtalsefni á fésbókarsíðu sinni "Heyrst hefur að hér í þinginu sé að koma fram tillaga um að draga landsdómsmálið gegn Geir Haarde til baka!,“ segir hún. 15.12.2011 16:00 Sjá næstu 50 fréttir
Þingstörfum lýkur á morgun - mál Geirs rætt eftir Jól Samkomulag hefur náðst um það á Alþingi að ljúka þingstörfum fyrir Jól á morgun. Þetta var ákveðið eftir fund forseta Alþingis og formanna þingflokka á þingi. Þá var einnig ákveðið að ræða þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um að draga ákæru á hendur Geir Haarde til baka, strax eftir áramót þegar þing hefst á ný. 16.12.2011 23:00
Gunnar um ákæru Ríkissaksóknara: Þetta er bara út í hött Gunnar Birgisson, fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar hafði ekki heyrt af ákærum Ríkissaksóknara á hendur honum og fimm öðrum, þegar Vísir hafði samband við hann í kvöld. Hann segir ákærurnar fáránlegar en þær eru í tveimur liðum. Annarsvegar er ákært fyrir ólögmætar lánveitingar til Kópavogsbæjar og hinsvegar fyrir að hafa veitt Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar. 16.12.2011 21:00
Boða til mótmæla við bandaríska sendiráðið Boðað hefur verið til samstöðumótmæla fyrir utan bandaríska sendiráðið á Laufásvegi á morgun. Tilefnið er afmælisdagur Bradley Manning en hann verður 24 ára á morgun. Manning, sem er í bandaríska hernum, hefur verið í fangelsi í tvö ár eða allt frá því upp komst um að hann hefði látið WikiLeaks í té þúsundir skjala sem vörðuðu meðal annars framferði Bandaríkjamanna í Írak. 16.12.2011 22:00
Framkvæmdastjóri LSK og stjórnarmenn ákærðir Ríkissaksóknari hefur ákært fyrrum framkvæmdastjóra og fimm stjórnarmenn í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Í yfirlýsingu sem Flosi Eiríksson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi og einn þeirra sem ákærðir eru hefur sent frá sér, segir að ákæran sé í tveimur liðum. Annars vegar er ákært fyrir að sjóðurinn hafi veitt Kópavogsbæ ólögmæt lán og hinsvegar að hann hafi veitt Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar. 16.12.2011 20:00
Jólasveinarnir gefa í skóinn fyrir um 220 milljónir Ætla má að jólasveinarnir þrettán kaupi gjafir í skóinn fyrir á þriðja hundrað milljóna króna fyrir jólin. Framkvæmdastjóri Epli punktur is kannast ekki við að hafa fengið jólasveina í sína verslun. 16.12.2011 20:00
Íbúar í Húnaþingi vestra himinlifandi Sveitarstjórnarmaður í Húnaþingi vestra er himinlifandi yfir því að Landsbankinn hafi viðurkennt málflutning stofnfjáreigenda og fellt niður lán til þeirra að eigin frumkvæði. Þungu fargi var létt af skuldurum sem margir hverjir stefndu í þrot. 16.12.2011 19:00
Að minnsta kosti fjórir þingmenn Samfylkingar vilja hætta við málið Að minnsta kosti fjórir þingmenn Samfylkingarinnar styðja þingsályktunartillögu um að draga málshöfðun á hendur Geir Haarde fyrir landsdómi til baka. Tveir ráðherrar Vinstri grænna eru sagðir íhuga að ljá málinu hlutleysi sitt með því að sitja hjá. Gríðarleg ólga er vegna málsins í þinginu en afar ólíklegt er að málið komist á dagskrá. Þorbjörn Þórðarson. 16.12.2011 18:30
Varað við hálku með kvöldinu Talsverð umferð hefur verið á Höfuðborgarsvæðinu í dag og biður lögreglan ökumenn um að vera vakandi þvi hálka getur myndast þegar líður tekur á kvöldið. „Einnig vill lögreglan brýna fyrir fólki að skilja ekki eftir lausamuni í bílum þegar verið að gera jólainnkaupin,“ segir í tilkynningu. 16.12.2011 18:00
Vilja veita Liu Xiabo pólitískt skjól hér á landi Þingmenn VG, þeir Þráinn Bertelsson og Björn Valur Gíslason, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um ríkisstjórnin bjóði kínverska andófsmanninum og nóbelsverðlaunahafanum Liu Xiaobo pólitískt skjól á Íslandi. 16.12.2011 17:00
Auglýsa eftir eiganda páfagauks sem fannst ískaldur fyrir utan Hörpu "Við vorum bara að koma úr jólahlaðborði hérna í Hörpunni þegar við rákumst á hann,“ segir Áslaug Finnsdóttir, sem fann páfagauk fyrir utan Hörpuna nú fyrir stundu. Páfagaukurinn er grár og hvítur með blátt fallegt stél, að hennar sögn. Hún auglýsir eftir eigandanum en gaukurinn var mjög kaldur þegar Áslaug fann hann. 16.12.2011 16:00
Alma komin í tog Erlendur dráttarbátur er kominn með flutningaskipið Ölmu í tog. Eins og greint var frá fyrr í dag er ætlunin að hann togi skipið til Akureyrar. Þar á að taka skipið í slipp og setja undir það nýtt stýri, en stýrið datt af Ölmu rétt fyrir utan Hornafjörð snemma í síðasta mánuði og komu lóðsbáturinn á Höfn og togarinn Hoffell í veg fyrir að skipið ræki upp í fjöru. Útgerðin er búin að leggja fram tryggingu fyrir björgunarlaunum. 16.12.2011 15:00
Með 113 grömm af grasi og keyrði í vímu Tuttugu og fimm ára karlmaður var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlagabrot. Maðurinn hafði í vörslum sínum 113 grömm af maijúana og tvær kannabisplöntur. Þá ók hann einnig bifreið sviptur ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna. Brotaferill mannsins hófst þegar hann var um 17 ára og hefur verið dæmdur fjórum sinnum og náðum sáttum sjö sinnum og þótti dómara því tveggja mánaða fangelsisvist hæfileg. 16.12.2011 15:00
Fannst meðvitundarlaus í miðbæ Sauðárkróks Eldri maður fannst meðvitundarlaus innanbæjar á Sauðárkróki rétt fyrir hádegið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglu að maðurinn hafi verið kaldur þegar komið var að honum. 16.12.2011 14:00
Syngur Snjókorn falla í fyrsta sinn í áratugi Þórhallur Sigurðsson leikari, sem Íslendingar þekkja best undir listamannsheitinu Laddi, flutti jólalagið Snjókorn falla í gær í fyrsta sinn opinberlega frá því að hann tók lagið upp á plötu fyrir um tuttugu árum síðan. Lagið verður flutt í þættinum Íslenski listinn sem sýndur er á morgun, en Vísir tekur forskot á sæluna og birtir lagið hér. 16.12.2011 12:00
Vill að Bjarni dragi tillögu sína til baka Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði við upphaf Alþingis í dag að hún teldi réttast að Bjarni Benediktsson myndi draga til baka þingsályktunartillögu sína um að hætt yrði við málsókn gegn Geir Haarde. 16.12.2011 11:00
Tóku kannabisplöntur og ofskynjunarsveppi Lögreglan gerði húsleit á Akureyri í morgun þar sem hald var lagt á 25 kannabisplöntur auk tækja til ræktunar hjá manni á þrítugsaldri. Þá gerði lögreglan jafnframt tvær húsleitir í íbúð og iðnaðarhúsnæði á Akureyri að undangengnum úrskurði Héraðsdóm norðurlands eystra. Þar lagði lögreglan hald á 10 grömm af kannabisefnum og nokkurt magn af ofskynjunarsveppum. 16.12.2011 11:00
45 milljónir settar árlega í að markaðssetja Reykjavík Reykjavíkurborg ætlar að verja árlega 45 milljónum króna vegna stofnunar samstarfsvettvangs um markaðssetningu á Reykjavík sem alþjóðlegri ráðstefnu- og viðburðaborg. Fyrirhugað er að samstarfsvettvangurinn muni bera heitið Ráðstefnuborgin Reykjavík og árangurinn af samstarfinu verði metinn að þremur árum liðnum. 16.12.2011 10:00
Express og Matthías fyrir dóm Lögbannskrafa Iceland Express á að Matthías Imsland, fyrrverandi forstjóri félagsins, notfæri sér reynslu sína í starfi hjá félaginu til að stofna nýtt fyrirtæki í flugrekstri verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Matthías var ráðinn forstjóri Iceland Express 1. janúar 2007. Honum var svo sagt upp í september síðastliðnum. Frá þeim tíma hefur hann unnið að stofnun nýs flugfélags sem hefur hlotið heitið WOW Air. 16.12.2011 09:00
Ýktu hættuna af trjánum í Öskjuhlíðinni Hættan sem steðjar að flugumferð á Reykjavíkurflugvelli virðist hafa verið ýkt í bréfi flugvallarstjóra Isavia til Reykjavíkurborgar í september síðastliðnum. 16.12.2011 08:00
Dauð og rotnandi síld um alla sjó undan Stykkishólmi Dauð og rotnandi síld flýtur nú um allan sjó á milli eyja við Stykkishólm og er lyktin af þessu svo ógeðsleg að janfvel sjófuglinn fælist síldina, segir viðmælandi Skessuhorns. 16.12.2011 07:00
Innbrot í verslun á Akureyri Brotist var inn í verslun á Lónsbakkasvæðinu í útjaðri Akureyrar í nótt og þaðan stolið nokkrum dýrum raftækjum. Andvirði þýfisins hleypur á hundruðum þúsunda króna. 16.12.2011 07:00
Erlendur dráttarbátur dregur Ölmu til Akureyrar Erlendur dráttarbátur er væntanlegur til Fáskrúðsfjarðar í dag og er ætlunin að hann dragi flutningaskipið Ölmu til Akureyrar. 16.12.2011 07:00
Bjarni leggur til að málshöfðun gegn Geir Haarde verði felld niður Bjarni Benediktssson formaður Sjálfstæðisflokksins lagði í gærkvöldi fram þingsályktunartillögu á Alþingi, í eigin nafni, um að málshöfðun á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi, verði felld niður. 16.12.2011 07:00
Leita stuðnings við afturköllun ákæru Unnið er að því að afla stuðnings við tillögu Sjálfstæðismanna um að ákæra Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði dregin til baka. Vonast er til að hægt verði að leggja tillöguna fram í dag. 16.12.2011 07:00
Ung lögga fékk heiðurverðlaun „Þetta kom skemmtilega á óvart. Það er nú ekki svo oft sem okkur er hrósað og sjálfur lít ég á aðstoð lögreglunnar við borgarana sem sjálfsagðan hlut,“ segir lögreglumaðurinn Jóhann Birkir Guðmundsson sem í fyrradag hlaut heiðursverðlaun Stúdentaráðs. 16.12.2011 07:00
Buðu Íslandi aðeins 6,5% makrílkvótans Sameiginleg tillaga Evrópusambandsins (ESB) og Noregs, sem lögð var fram á fundi strandríkjanna í Clonakilty á Írlandi í síðustu viku, gerði aðeins ráð fyrir 6,5% hlutdeild Íslands í sameiginlegum makrílkvóta frá og með næsta ári, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 16.12.2011 06:00
Eyddu hálfum milljarði á hátíðinni Erlendir ferðamenn sem sóttu Iceland Airwaves-hátíðina heim eyddu 450 milljónum króna meðan á hátíðinni stóð. Þetta kemur fram í könnun á hagrænum áhrifum komu gesta hátíðarinnar hingað til lands, sem unnin er á vegum Útflutningsstofu íslenskrar tónlistar. Iceland Airwaves stóð yfir dagana 31. október til 4. nóvember. 16.12.2011 06:00
Óvíst með hvít jól í Reykjavík Óvíst er hvort jólin verði hvít í höfuðborginni. Næsta vika verður umhleypingasamari í veðri en undanfarið, þá sér í lagi sunnanlands. 16.12.2011 05:30
Glassúr og púðursykur reyndust of létt Nettóþyngd Kötlu púðursykurs og glassúrs frá Kötlu eru undir leyfilegum mörkum sé miðað við merkingar á vörunum. Glassúrinn er að meðaltali um 30 prósentum undir nettóþyngd, vegur að meðaltali um 103 grömm, en samkvæmt pakkningu á varan að vega 150 grömm. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Neytendastofu á þyngd sex vörutegunda sem notaðar eru í bakstur. 16.12.2011 04:30
Par með hundruð gramma kókaíns Par sem var að koma frá Spáni í byrjun vikunnar reyndist vera með kókaín falið innvortis. Parið var úrskurðað í gæsluvarðhald fram á mánudag, en jafnvel er gert ráð fyrir að fólkið verði látið laust í dag þar sem rannsókn málsins hefur miðað mjög vel. 16.12.2011 03:30
Ekki niðurlæging að fá mat í poka Við viljum helst sjá bros á þeim sem fara frá okkur og reynum að miða við það,“ segir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík. Jólin eru annasamasti tíminn hjá hjálparsamtökum eins og Mæðrastyrksnefnd, og jólaúthlutunin er í undirbúningi allt árið um kring. 16.12.2011 03:00
Togari knúinn áfram með orku úr dýrafitu Björgúlfur EA 312, ísfiskstogari Samherja, kom til heimahafnar á Dalvík í gær en í veiðiferðinni var nýttur innlendur orkugjafi, lífdísill, framleiddur hjá nýsköpunarfyrirtækinu Orkey á Akureyri. Þetta mun vera einsdæmi í heiminum að úrgangi sé breytt í orku sem nýtt er til að keyra fiskiskip. 16.12.2011 02:30
Meirihlutinn vill leyfa staðgöngumæðrun Meirihluti velferðarnefndar Alþingis hefur lagt til að þingsályktunartillaga um að heimila skuli staðgöngumæðrun verði samþykkt. Tveimur minnihlutaálitum var skilað þar sem lagst var gegn því að tillagan yrði samþykkt nú. 16.12.2011 02:30
Þingflokkur VG gegn því að draga ákæru til baka "Þetta mál verður ekki lagt fram með vilja eða samþykkt VG,“ sagði Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna, um fyrirhugaða þingsályktunartillögu Sjálfstæðisflokksins, um að skora á saksóknara Alþingi um að draga kæru gegn Geir H. Haarde til baka. 15.12.2011 21:00
Rætt um að draga málið gegn Geir til baka Þingmenn á Alþingi hafa rætt þá hugmynd sín á milli í dag að draga landsdómsmálið gegn Geir Haarde til baka. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, gerir málið að umtalsefni á fésbókarsíðu sinni "Heyrst hefur að hér í þinginu sé að koma fram tillaga um að draga landsdómsmálið gegn Geir Haarde til baka!,“ segir hún. 15.12.2011 16:00