Tillögur um nýja borgara vekja gleði 17. desember 2011 05:00 Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt fram frumvarp um nýja Íslendinga. Alþingi á eftir að samþykkja frumvarpið. fréttablaðið/gva Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að 24 verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur og lagt fram frumvarp þess efnis. Meðal þeirra nafna sem finna má á listanum er Mehdi Kavyanpoor. Íraninn komst í fréttir í mars þegar hann gekk inn í húsnæði Rauða krossins, hellti yfir sig bensíni og hótaði að leggja að sér eld. Þetta gerði hann til að mótmæla því að hafa ekki fengið hér hæli af mannúðarástæðum. Hann fullyrti að hann hefði sætt pyntingum af hálfu íranskra stjórnvalda. Mehdi var handtekinn og málið rannsakað en að lokum var ákveðið að gefa ekki út ákæru þar sem ekki þótti sýnt fram á að hann hefði ætlað að skaða aðra en sjálfan sig. Mehdi var í skýjunum með ákvörðun nefndarinnar þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Mér finnst ég svo heppinn, ég er svo hamingjusamur,“ sagði hann, þótt hann gerði þann fyrirvara að frumvarpið hefði ekki verið samþykkt. Hann segist ekki hafa átt von á þessu. „Nei, ég er mjög hissa og get hreinlega ekki hugsað skýrt.“ Annar sem nefndin leggur til að fái íslenskt ríkisfang er Siim Vitsut, tveggja ára sonur Hannesar Þórs Helgasonar, sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson myrti í sumarlok í fyrra. Skömmu eftir morðið kom í ljós að Hannes átti son í Litháen. „Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Helgi Vilhjálmsson í Góu, faðir Hannesar, um tillögu nefndarinnar. „Þetta er ekki nema eðlilegt, pabbi hans var íslenskur og afi hans líka – rammíslenskur,“ bætir hann við. Siim litla var útvegaður lögfræðingur til að gæta hagsmuna hans við málareksturinn gegn Gunnari Rúnari, hvað bætur og annað varðaði. Helgi segist hafa nefnt það við lögmanninn að gaman væri ef drengurinn öðlaðist tvöfalt ríkisfang og lögmaðurinn hafi í kjölfarið gengið í að útbúa umsókn. „Auðvitað hefur maður áhuga á því að drengurinn sé með íslenskan ríkisborgararétt svo maður geti tekið á móti honum eins og öðrum barnabörnum. Ég er svona barnakarl,“ segir Helgi. Allsherjarnefnd bárust 42 umsóknir um ríkisborgararétt að þessu sinni og lagði til að 24 fengju hann. Þeir eru frá átján löndum í Evrópu, Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. stigur@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að 24 verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur og lagt fram frumvarp þess efnis. Meðal þeirra nafna sem finna má á listanum er Mehdi Kavyanpoor. Íraninn komst í fréttir í mars þegar hann gekk inn í húsnæði Rauða krossins, hellti yfir sig bensíni og hótaði að leggja að sér eld. Þetta gerði hann til að mótmæla því að hafa ekki fengið hér hæli af mannúðarástæðum. Hann fullyrti að hann hefði sætt pyntingum af hálfu íranskra stjórnvalda. Mehdi var handtekinn og málið rannsakað en að lokum var ákveðið að gefa ekki út ákæru þar sem ekki þótti sýnt fram á að hann hefði ætlað að skaða aðra en sjálfan sig. Mehdi var í skýjunum með ákvörðun nefndarinnar þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Mér finnst ég svo heppinn, ég er svo hamingjusamur,“ sagði hann, þótt hann gerði þann fyrirvara að frumvarpið hefði ekki verið samþykkt. Hann segist ekki hafa átt von á þessu. „Nei, ég er mjög hissa og get hreinlega ekki hugsað skýrt.“ Annar sem nefndin leggur til að fái íslenskt ríkisfang er Siim Vitsut, tveggja ára sonur Hannesar Þórs Helgasonar, sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson myrti í sumarlok í fyrra. Skömmu eftir morðið kom í ljós að Hannes átti son í Litháen. „Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Helgi Vilhjálmsson í Góu, faðir Hannesar, um tillögu nefndarinnar. „Þetta er ekki nema eðlilegt, pabbi hans var íslenskur og afi hans líka – rammíslenskur,“ bætir hann við. Siim litla var útvegaður lögfræðingur til að gæta hagsmuna hans við málareksturinn gegn Gunnari Rúnari, hvað bætur og annað varðaði. Helgi segist hafa nefnt það við lögmanninn að gaman væri ef drengurinn öðlaðist tvöfalt ríkisfang og lögmaðurinn hafi í kjölfarið gengið í að útbúa umsókn. „Auðvitað hefur maður áhuga á því að drengurinn sé með íslenskan ríkisborgararétt svo maður geti tekið á móti honum eins og öðrum barnabörnum. Ég er svona barnakarl,“ segir Helgi. Allsherjarnefnd bárust 42 umsóknir um ríkisborgararétt að þessu sinni og lagði til að 24 fengju hann. Þeir eru frá átján löndum í Evrópu, Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira