Innlent

Lögreglumenn á heimleið óku fram á ölvaðan ökumann

Það voru þreyttir lögreglumenn eftir langa vakt sem óku fram á bíl á Ólafsfjarðarvegi úti í vegkanti á Ólafsfjarðarvegi í nótt.

Lögreglumennirnir voru á leiðinni heim til sín þegar þeir sáu bílinn. Þeir stoppuðu og athuguðu ástand ökumannsins og kom þá í ljós að hann var verulega ölvaður. Úr varð að lögreglumenn frá Akureyri sóttu ökumanninn og fékk hann að gista í fangageymslum lögreglunnar í nótt.

Allnokkur hálka var á Ólafsfjarðavegi í nótt, en varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri telur að það hafi ekki haft nein áhrif á aksturslag ökumannsins, sem virðist hafa verið gjörsamlega ófær um að aka bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×