Efnasameind skyld karríkryddi hugsanlega lækning við Alzheimer Hugrún Halldórsdóttir skrifar 17. desember 2011 12:00 Alzheimer. Tilraunir með nýtt lyf við Alzheimer-sjúkdómnum fylla vísindamenn von um að geta stöðvað sjúkdóminn og bætt minni sjúklinga sem þjást af völdum hans. Lyfið er í þróun hjá Salk-rannsóknarstofnuninni í Bandaríkjunum og hefur það þegar stöðvað framgöngu sjúkdómsins í músum. Ekkert lyf sem nú er á markaði hefur sömu virkni og þetta nýja lyf svo vitað sé. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum segir rannsóknina mjög athyglisverða. "Það er verið að horfa á efnasameind sem er afleidd af karríkryddi og hefur taugaverndandi og fjölþætt áhrif á miðtaugakerfið í rannsóknarmódelum. Þannig að hér er um að ræða algjörlega nýja nálgun varðandi Alzheimer-sjúkdóm," segir Pálmi. Talið er að lyfið geti einnig nýst til að stöðva aðra aldurstengda taugahrörnunarsjúkdóma. "Nálgunin er sú að horfa á verndun miðtaugakerfisins og örvun á nývexti. Hugmyndin er að varðveita taugasímana þar sem taugafrumurnar tala við hver aðra," bætir Pálmi við. Raunar hefur lyfið einnig bætt minni þeirra músa sem ekki höfðu verið smitaðar af Alzheimer í þágu vísindanna. Stutt er í að leyfi fáist til að nota það á fólk í tilraunaskyni en óvíst er hvort það hefur sömu áhrif á fólk og það hefur á tilraunadýrin. Reynist lyfið vel telur Pálmi að það muni líða sjö til tíu ár þar til það fer í sölu en það væri stórt skref fyrir mannkynið. "Það er verið að sýsla með meðul sem hugsanlega hafa væg áhrif á einkenni en ekkert sem breytir náttúrusögunni en það er það sem okkur vantar og þess vegna eru svona rannsóknir gríðarlega mikilvægar," segir Pálmi að lokum. Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Tilraunir með nýtt lyf við Alzheimer-sjúkdómnum fylla vísindamenn von um að geta stöðvað sjúkdóminn og bætt minni sjúklinga sem þjást af völdum hans. Lyfið er í þróun hjá Salk-rannsóknarstofnuninni í Bandaríkjunum og hefur það þegar stöðvað framgöngu sjúkdómsins í músum. Ekkert lyf sem nú er á markaði hefur sömu virkni og þetta nýja lyf svo vitað sé. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum segir rannsóknina mjög athyglisverða. "Það er verið að horfa á efnasameind sem er afleidd af karríkryddi og hefur taugaverndandi og fjölþætt áhrif á miðtaugakerfið í rannsóknarmódelum. Þannig að hér er um að ræða algjörlega nýja nálgun varðandi Alzheimer-sjúkdóm," segir Pálmi. Talið er að lyfið geti einnig nýst til að stöðva aðra aldurstengda taugahrörnunarsjúkdóma. "Nálgunin er sú að horfa á verndun miðtaugakerfisins og örvun á nývexti. Hugmyndin er að varðveita taugasímana þar sem taugafrumurnar tala við hver aðra," bætir Pálmi við. Raunar hefur lyfið einnig bætt minni þeirra músa sem ekki höfðu verið smitaðar af Alzheimer í þágu vísindanna. Stutt er í að leyfi fáist til að nota það á fólk í tilraunaskyni en óvíst er hvort það hefur sömu áhrif á fólk og það hefur á tilraunadýrin. Reynist lyfið vel telur Pálmi að það muni líða sjö til tíu ár þar til það fer í sölu en það væri stórt skref fyrir mannkynið. "Það er verið að sýsla með meðul sem hugsanlega hafa væg áhrif á einkenni en ekkert sem breytir náttúrusögunni en það er það sem okkur vantar og þess vegna eru svona rannsóknir gríðarlega mikilvægar," segir Pálmi að lokum.
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira