Innlent

Treysta Sjálfstæðisflokknum í flestum málaflokkum

Íslendingar treysta Vinstri grænum best fyrir umhverfismálum og rannsókn á tildrögum bankahrunsins samkvæmt könnun Fréttablaðsins í dag.

Í ellefu öðrum málaflokkum treysta þeir Sjálfstæðisflokknum best, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar MMR, þar á meðal í heilbrigðis-, mennta- og innflytjendamálum og þegar kemur að lögum og reglum almennt.

Heilt yfir helst traust til flokkanna í einstökum málaflokkum í hendur við fylgi þeirra, þó undantekningar séu frá því.

Til dæmis treystu færri bæði Hreyfingunni og Framsóknarflokknum til að leiða nær alla málaflokkana en hafa sagst ætla að kjósa flokkana í skoðanakönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×