Styður ekki samgönguáætlun - vill stórframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu 18. desember 2011 14:00 Kristján Möller Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki geta stutt samgönguáætlun sem Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, lagði fyrir Alþingi fyrir skömmu. Í samtali við fréttastofu segir Kristján ástæðuna helst vera þá að í drögum að samgönguáætlun sé jarðgangagerð slegið á frest, þannig eigi Norðfjarðargöng ekki að vera tilbúin fyrr en árið 2018 og Dýrafjarðargöng ekki fyrr en 2022. Kristján segir meðal annars ótækt að umferð verði beint upp í Oddskarð milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. „Enda vegurinn einn sá hættulegasti á landinu," bætir Kristján við en Oddskarðsgöng eru í 630 metra hæð. Þau eru einbreið og grjóthrun algeng í göngunum að hans sögn. Þá er fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupsstað, því sé mikilvægt að samgöngur þar séu með besta móti. Þá vill Kristján fá 30 milljarða króna lán hjá lífeyrissjóðunum til þess að fara í stórframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, sem ætti að ljúka á næstu fjórum árum. „Þarna væri hægt að lyfta grettistaki í umferðaröryggismálum á höfuðborgarsvæðinu," segir Kristján og bætir við að slíkt átak fæli í sér mikilvæga innspýtingu í atvinnulífið og gæti að auki skapað þúsund störf. Hann bætir við að sjaldan hafi svo litlu fé verið varið í almenna vegagerð og nú af hefðbundu ríkisfé, en áætlað er að verja fjórum milljörðum í samgöngumál. „Og svo lága upphæð í þessum málaflokki hef ég ekki séð áður," segir Kristján. Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki geta stutt samgönguáætlun sem Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, lagði fyrir Alþingi fyrir skömmu. Í samtali við fréttastofu segir Kristján ástæðuna helst vera þá að í drögum að samgönguáætlun sé jarðgangagerð slegið á frest, þannig eigi Norðfjarðargöng ekki að vera tilbúin fyrr en árið 2018 og Dýrafjarðargöng ekki fyrr en 2022. Kristján segir meðal annars ótækt að umferð verði beint upp í Oddskarð milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. „Enda vegurinn einn sá hættulegasti á landinu," bætir Kristján við en Oddskarðsgöng eru í 630 metra hæð. Þau eru einbreið og grjóthrun algeng í göngunum að hans sögn. Þá er fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupsstað, því sé mikilvægt að samgöngur þar séu með besta móti. Þá vill Kristján fá 30 milljarða króna lán hjá lífeyrissjóðunum til þess að fara í stórframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, sem ætti að ljúka á næstu fjórum árum. „Þarna væri hægt að lyfta grettistaki í umferðaröryggismálum á höfuðborgarsvæðinu," segir Kristján og bætir við að slíkt átak fæli í sér mikilvæga innspýtingu í atvinnulífið og gæti að auki skapað þúsund störf. Hann bætir við að sjaldan hafi svo litlu fé verið varið í almenna vegagerð og nú af hefðbundu ríkisfé, en áætlað er að verja fjórum milljörðum í samgöngumál. „Og svo lága upphæð í þessum málaflokki hef ég ekki séð áður," segir Kristján.
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira