Innlent

Spjallaði við ferðamann á meðan hann rændi 400 evrum

Karlmaður stal fjögurhundruð evrum, eða rúmlega 60 þúsund krónum, af erlendri konu á veitingastað. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni kom maðurinn að tali við konuna á veitingastað á Laugavegi um klukkan hálf tvö í dag. Á meðan þau töluðu saman stal maðurinn peningunum og persónukortum að auki.

Þá var einnig tilkynnt um þjófnað á veitingastaðnum Laundromat á Austurstræti. Þar var farsíma eldri konu hnuplað. Ekki er vitað hver var á ferð.

Lögreglan fékk svo tilkynningu í hádeginu um mann sem hafði skorist á síðu. Sjúkralið og lögregla fóru á staðinn.  Í ljós kom að maður þessi hafði verið með vasahníf í vasa sem hafði opnast með þessum afleiðingum.  Sjúkralið sá um að sinna manninum.

Það var síðan örvæntingafullt fólk sem hringdi í lögregluna um klukkan þrjú í dag. Fólkið var statt í bílastæðihúsi við hverfisgötu og áttu í vandræðum með að komast út úr húsinu. Haft var samband við starfsmann á bakvakt vegna þessa og mun hann hafa komið og bjargað fólkinu úr prísundinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×