Innlent

Slökkti eld í húsi nágrannans

Íbúa við Mývatn tókst með snarræði að slökkva eld í íbúðarhúsi nágranna síns, áður en hann næði að breiðast þar út. Kona, sem býr í húsinu, sá hvar eldur logaði innandyra þegar hún var að koma heim, og kallaði eftir hjálp.

Nágranni hennar brást skjótt við og tæmdi úr tveimur slökkvitækjum á eldinn, sem slokknaði áður en slökkvilið og lögregla komu á staðinn. Hann fékk snert af reykeitrun, en mun vera á batavegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×