Innlent

Tíu fallegustu myndirnar úr sólkerfinu

Stjarnan á þessari óvenjulegu mynd heitir Zeta Ophiuchi. Hún er í 450 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Naðurvalda, blá og massamikil á fleygiferð um geiminn, nærri 90 þúsund km hraða á klukkustund. Eitt sinn tilheyrði hún tvístirnakerfi en þegar förunauturinn sprakk þeytti hann Zeta Ophiuchi á hraðferð um geiminn. Nánar er hægt að fræðast um stjörnuna á Stjörnufræðivefnum.
Stjarnan á þessari óvenjulegu mynd heitir Zeta Ophiuchi. Hún er í 450 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Naðurvalda, blá og massamikil á fleygiferð um geiminn, nærri 90 þúsund km hraða á klukkustund. Eitt sinn tilheyrði hún tvístirnakerfi en þegar förunauturinn sprakk þeytti hann Zeta Ophiuchi á hraðferð um geiminn. Nánar er hægt að fræðast um stjörnuna á Stjörnufræðivefnum.
Stjörnufræðivefurinn hefur tekið saman tíu fallegustu myndirnar úr sólkerfinu í ár. Þannig segir á heimasíðu stjörnufræðinganna að „ár hvert eru þúsundir ljósmynda teknar af undrum alheimsins, hvort sem er af stjörnuáhugafólki, stjörnufræðingum eða vélrænum sendiherrum jarðarbúa úti í sólkerfinu. Margar þessara mynda eru gullfallegar, oft hreinustu listaverk, sem verðskulda að sem flestir fái notið.“

Myndirnar sem stjörnufræðingarnarnir týndu saman voru fyrst og fremst valdar út frá fegurð (sem er að sjálfsögðu huglætt mat hvers og eins), en ekki síður vísindalegu. Við hverja mynd er lýsing á því sem fyrir augum ber. Viðfangsefnin eru nefnilega ekki síður áhugaverð en falleg. Hægt er að skoða myndirnar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×