Fleiri fréttir

Aflaverðmætið eykst milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 98,8 milljörðum króna fyrstu átta mánuði ársins 2011 samanborið við 92,4 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um 6,4 milljarða króna eða 6,9 prósent á milli ára.

Tillaga um Palestínu afgreidd úr nefnd

Utanríkismálanefnd Alþingis afgreiddi tillögu um að Ísland viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Palestínu á fundi sínum í gærmorgun. Utanríkisráðherrann Össur Skarphéðinsson lagði þingsályktunartillöguna fyrir Alþingi í síðasta mánuði.

Forgangsatriði að draga úr brottfalli

Mikið brottfall íslenskra framhaldsskólanema var til umræðu í vinnustofu sem mennta- og menningarmálaráðuneytið stóð fyrir á Grand Hóteli í gær. Tók sendinefnd frá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) þátt í vinnustofunni en fyrir þátttakendur var lagt minnisblað sem stofnunin hefur unnið í samvinnu við ráðuneytið um styrkleika og veikleika íslensks framhaldsskólanáms.

Bein aflasala eykst töluvert

Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 43,2 milljörðum króna og jókst um 14,9 prósent frá árinu 2010.

Ísland verður að vera samkeppnishæft í kísiliðnaði

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist taka athugasemdir forsvarsmanna Íslenska kísilfélagsins alvarlega og að Ísland þurfi að vera samkeppnishæft þegar komi að kísiliðnaði. Magnús Garðarsson, forstjóri félagsins, sagði í Fréttablaðinu í gær að kolefnisgjald, sem sé fyrirhugað í stjórnarfrumvarpi, setji áform þeirra um uppbyggingu verksmiðju í Helguvík í uppnám.

Jónas heiðursborgari Kópavogs

Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum í kvöld að gera Jónas Ingimundarson píanóleikara að heiðursborgara Kópavogs. Með því vill bæjarstjórn sýna honum þakklæti fyrir ómetanlegt starf í þágu tónlistar, menningar og tónlistaruppeldis, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Bera kennsl á börnin og bjarga þeim

Íslenskir lögreglumenn hafa frá og með morgundeginum aðgang að alþjóðlegum gagnagrunni Interpol með myndum af börnum sem hafa verið misnotuð kynferðislega. Markmiðið er að bera kennsl á börnin og bjarga þeim.

Jón Gnarr vill fá að gefa saman hjón

Borgarstjóri Reykjavíkur sótti í dag um undanþágu til innanríkisráðuneytisins til þess að fá að gefa saman hjón. Jón Gnarr segist reglulega fá fyrirspurnir um að gera slíkt, aðallega frá erlendum hommum.

Íslensk fornrit leggja grunn að norskri ferðaþjónustu

Fornsögum sem Íslendingar færðu í letur fyrir áttahundruð árum er haldið í heiðri í Noregi og þar rekin söfn og menningartengd ferðaþjónusta á grunni íslenska sagnaarfsins, sem Norðmenn telja reyndar vera sinn eigin sagnaarf.

Þingmaður: Ríkisendurskoðandi fer yfir reikninga frá bróður sínum

"Ríkisendurskoðandi er að endurskoða gjörðir Samfylkingarinnar nánast á hverjum degi og hann er líka að endurskoða fjármálaráðuneytið. Þar situr bróðir hans sem yfirmaður í rauninni á ríkiskassanum sjálfur,“ segir Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við þáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Fjórtán fullir ökumenn og fimm dópaðir

Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Ellefu þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og þrír í Hafnarfirði. Sex voru teknir á laugardag, sjö á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. Þetta voru tólf karlar á aldrinum 19-42 ára og tvær konur, 28 og 42 ára.

Víggirt Alþingi vegna Áramótaskaupsins

Ráðgert er að ljúka tökum á Áramótaskaupinu að mestu leyti um eða eftir helgina, segir Gunnar B. Guðmundsson leikstjóri. Tökur fóru fram fyrir utan Alþingishúsið í dag.

Lou Reed veitti Ragnari verðlaun kennd við Malcolm McLaren

Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson fékk í gærkvöldi verðlaun í New York sem kennd eru við Malcolm McLaren. McLaren, sem lést í fyrra, var á sínum tíma umboðsmaður bresku pönksveitarinnar Sex Pistols og af sumum talinn sá sem mest áhrif hafði á þá tónlistarstefnu.

Fyrsta flensutilfellið staðfest

Fyrsta inflúensutilfelli vetrarins hefur verið staðfest á veirufræðideild Landspítala. Inflúensan greindist í íslenskum ferðamanni sem var að koma frá Suður-Asíu og er af stofni inflúensu A(H3) sem hefur valdið árlegri inflúensu síðastliðna áratugi.

Græna orkan afhendir ráðuneytinu skýrslu um orkuskipti

Verkefnisstjórn Grænu orkunnar afhenti í dag iðnaðarráðuneytinu skýrslu um það hvernig best verði staðið að orkuskiptum í samgöngum. Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri tók við skýrslunni grænu frá Sverri Hauki Viðarssyni, formanni verkefnisstjórnar Grænu orkunnar.

Vélstjórar á Herjólfi aflýsa vinnustöðvun

Samkomulag hefur náðst kjaradeilunni á milli Eimskips, rekstraraðila Herjólfs og vélstjóra ferjunnar. Fyrirhugaðri vinnustöðvun sem hefjast átti um næstu helgi er því aflýst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Ferðir Herjólfs verða því með eðlilegum hætti um helgina.

Lögreglan minnir fólk á endurskinsmerki

Lögreglan segir það vera áberandi hve fáir grunn- og framhaldsskólanemar nota endurskinsmerki. Þetta sé sérstaklega bagalegt snemma á morgnana þegar myrkur grúfir yfir og margir eru á ferð við skóla á höfuðborgarsvæðinu, bæði gangandi og akandi.

Byssan úr Bryggjuhverfi enn ófundin - einn laus úr haldi

Byssan sem notuð var til að skjóta á bíl í Bryggjuhverfinu á föstudagskvöld er enn ófundin. Í bíl mannanna sem handteknir voru vegna málsins fannst stór kylfa, ekki ósvipuð óeirðarkylfum. Tveir mannanna hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en þeim þriðja hefur verið sleppt. Hann er innan við tvítugt.

Maraþonfundur hjá ríkisstjórninni

Ríkisstjórnin situr enn á fundi í Stjórnarráðshúsinu en þar hófst fundur klukkan níu í morgun. Laust fyrir klukkan tvö var gert hlé á fundi til þess að ráðherra gætu fengið sér hádegismat og skömmu síðar var fundarhöldum fram haldið. Ástæða þessarar löngu fundarsetu mun vera sú að ríkisstjórnin vinnur nú hörðum höndum að því að afgreiða stjórnarfrumvörp í ríkisstjórninni svo hægt sé að leggja þau fyrir haustþingið sem nú stendur yfir.

KFS nýbúið að gera sex ára samning við Iceland Express

Öllum starfsmönnum flugþjónustunnar, Keflavík Flight Services, á keflavíkurflugvelli var sagt upp störfum í gær eftir að flugfélagið Astraeus hætti rekstri. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta vera mikið áfall enda var félagið nýbúið að gera sex ára þjónustu samning við Iceland Express.

Björgólfur Thor ósáttur við heimildarmyndina

Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður er ósáttur við dönsku myndina Thors Saga sem sýnd var á RÚV um helgina. Í myndinni er fjallað um Thor Jensen langafa Björgólfs en ekki síður um hann sjálfan og hans umsvif fyrir og eftir hrun. „Ég stóð í þeirri trú að áherslan yrði fyrst og fremst á langafa okkar," segir Björgólfur. „Hins vegar fékk ég engu ráðið um útkomuna, fremur en aðrir sem samþykktu að koma fram í myndinni."

Gaslöggu vikið frá störfum - slær í gegn á Netinu

Lögreglustjórinn á stúdentagörðunum við UC Davis háskólann í Kalíforníu hefur verið leystur tímabundið frá störfum ásamt tveimur undirmönnum sínum. Ástæðan er óhófleg notkun á piparúða þegar lögreglumennirnir reyndu að leysa upp friðsamleg mótmæli á skólalóðinni á föstudaginn var. Eins og við var að búast var atvikið tekið upp og hefur meðfylgjandi myndband vakið mikla athygli á Internetinu. Þar sést lögreglumaðurinn John Pike fara sér í engu óðslega og spreyja piparúðanum í miklu magni á námsmennina sem sitja með krosslagðar lappir og ógna engum.

Fær aðgang að gagnagrunni yfir óþekkt börn

Nokkrir íslenskir lögreglumenn eru þessa dagana í þjálfun hjá sérfræðingi frá alþjóðalögreglunni Interpol til að læra á alþjóðlegan gagnagrunn með myndum af óþekktum börnum sem eru kynferðislega misnotuð. Gagnagrunnurinn er þegar nýttur til rannsókna í um þrjátíu löndum.

Dóri laus af strandstað

Björgunarskip Landsbjargar náði fyrir stundu að draga fiskibátnum Dóra GK af strandstað í fjörunni á Stöðvarfirði, þar sem hann strandaði upp úr klukkan eitt í nótt. Ljóst er að hann er nokkuð skemmdur.

Sex aukamilljónir í jólaskraut

„Það er verið að bæta töluvert í,“ segir Jón Halldór Jónasson. upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, um jólaskreytingar sem settar verða upp á vegum borgarinnar í ár.

Ók á ljósastaur í hálku

Töluverð hálka er á götum borgarinnar þessa stundina, einkum í úthverfum borgarinnar eins og Breiðholti og Grafarholti. Þrátt fyrir það hefur umferð gengið nokkuð vel hingað til að sögn lögreglunnar. Þó var bíl ekið á ljósastaur í Norðurfelli, skammt frá Jórufelli, í morgun. Bíllinn var dreginn í burtu með kranabíl og kalla þurfti starfsmenn Orkuveitunnar til því að ljósastaurinn.

Rukkarar undir fölsku flaggi

Lögreglunni á Selfossi var gert viðvart vegna tveggja manna sem bönkuðu upp á í húsi í bænum og kynntu sig sem starfsmenn vörslusviptingafyrirtækis. Erindi þeirra væri að sækja bifreið manns sem var í skuld með hana.

Afnema á launauppbót í leikskólum

„Við höfum búist við þessu en þetta eru samt vonbrigði,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, um þá fyrirætlan borgaryfirvalda að afnema yfirborgun starfsmanna leikskóla.

Atvinnulausir fá desemberuppbót

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót. Óskert desemberuppbót til þeirra sem eru að fullu tryggðir innan atvinnuleysistryggingakerfisins verður 63.457 krónur. Heildarútgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna þessa eru áætluð 600-650 milljónir króna. Desemberuppbætur voru jafnframt greiddar úr Atvinnuleysistryggingasjóði í fyrra en slíkar uppbætur höfðu þá ekki verið greiddar úr sjóðnum frá því í desember 2005.

Stórsköðuðu landa sinn í andliti

Tveir Pólverjar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á laugardagskvöld vegna mjög alvarlegrar líkamsárásar á landa sinn. Gæsluvarðhaldið, sem er á grundvelli rannsóknarhagsmuna, rennur út á morgun.

Borgum fyrir vatn og umbúðir

Kílóverð á frosnum fiski í verslunum er einnig fyrir ís, vatn og umbúðir. Þegar frosinn fiskur er soðinn er þyngdin í sumum tilvikum einungis helmingurinn af því sem borgað var fyrir. Þetta er niðurstaða úttektar Neytendasamtakanna sem framkvæmd var af Matís á gæðum frosins fisks í stórmörkuðum.

Neitaði viðtöku trúnaðargagna

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gekk af fundi stjórnar Orkuveitunnar á föstudag eftir að tillaga hennar um að rætt yrði við Geogreenhouse um að aflétta leynd af samningi milli fyrirtækjanna var felld.

Atlantsolía lækkar bensínverðið um tvær krónur

Atlantsolía lækkaði bensínverð í morgun um tvær krónur og kostar lítrinn nú rúmar 227 krónur. Hefur verðið lækkað um 15 krónur frá því hámarki, sem verðið fór í, um mitt síðastliðið sumar.

Hópuppsögn á Keflavíkurflugvelli

Þrjátíu starfsmönnum þjónustufyrirtækisins Keflavík Flight Services á Keflavíkurflugvelli var sagt upp störfum í gær.

Hægrimenn unnu stórsigur

Hægrimenn á Spáni unnu stórsigur í þingkosningunum þar á sunnudag. Lýðflokkurinn hlaut tæplega 45% atkvæða og hreinan meirihluta í neðri deild spænska þingsins, eða 186 sæti af 350.

Niðurskurður eykur kostnað almennings

Samstöðuhópur um Heilbrigðisstofnun Suðrulands telur að sá sparnaður, sem velferðarráðuneytið telur sig ná fram með boðuðum niðurskurði komi að miklu leiti fram í auknum kostnaði þeirra, sem þjónustuna þurfa að nota.

Delta flýgur til Íslands á ný

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines mun fljúga milli Keflavíkurflugvallar og John F. Kennedy-flugvallar í New York næsta sumar.

Mikil hálka víða á landinu

Mikil hálka er á vegum og götum, einkum á suðvestanverðu landinu. Fimm umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og fimm á Suðurlandi síðdegis, en engin slasaðist í öllum þessum óhöppum.

Sjá næstu 50 fréttir