Fleiri fréttir

Seinni ferð Herjólfs fellur niður

Seinni ferð Herjólfs, sem átti að fara frá Vestmannaeyjum í kvöld, fellur niður vegna bilunar í skipinu. Unnið er að bráðabirgðaviðgerð á stýribúnaði en ljóst að sú viðgerð mun ekki klárast fyrr en í kvöld.

Bílvelta á Suðurlandsvegi

Bílvelta varð á Suðurlandsvegi, nærri Skíðaskálanum í Hveradölum fyrir stundu. Ekki liggur fyrir hvort alvarleg meiðsl hafi orðið á fólki. Þetta er í annað sinn í dag sem bílvelta verður á þessum stað, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. Bílvelta varð þar í morgun og slapp ökumaður ómeiddur úr þeirri veltu.

Íslendingar buðu Færeyingum aðstoð vegna óveðursins

Íslensk stjórnvöld hafa verið í sambandi við Færeyinga eftir að ofsaveður gekk yfir Færeyjar í fyrrinótt og boðið fram aðstoð. "Við höfum látið þá vita að við værum til taks ef þeir þyrftu einhverja aðstoð," segir Jóhanna.

Fjárlögin rædd í skugga deilna um Nubo

Gert er ráð fyrir að önnur umræða um fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár hefjist á þriðjudaginn. Þetta staðfestir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar í samtali við Vísi. Ekki var gert ráð fyrir fjárfestingu kínverjans Huangs Nubo í forsendum fjárlaga. Þó er ljóst að umræðan um fjárlögin mun fara fram í skugga deilna stjórnarliða um þá ákvörðun innanríkisráðherra að heimila ekki fjárfestinguna.

Reynir ekki aðrar leiðir til að eignast Grímsstaði

Halldór Jóhannsson, aðstoðarmaður kínverska fjárfestisins Nubo, segir hann hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með ákvörðun innanríkisráðherra. Hann fullyrðir að Nubo muni ekki leita annara leiða til að komast yfir Grímsstaði á Fjöllum. Halldór segir að þrátt fyrir vonbrigðin virði Nubo íslensk lög og íslenskan vilja í málinu. Ekki verði reynt að fara neina bakdyraleið til að eignast Grímsstaði á Fjöllum.

Leikmunabíll fauk út af vegi

„Jú, hérna voru þrjátíu metrar á sekúndu. Og leikmunabíll hjá okkur fauk út af veginum. En það slasaðist enginn og allir leikmunir eru heilir. Þetta gerðist bara í „slow-motion“,“ segir Snorri Þórisson hjá Pegasus. Tökur á bandarísku sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones eru hafnar í Skaftafelli við Hótel Freysnes en mikið óveður reið yfir Austurland á fimmtudagskvöld með fyrrgreindum afleiðingum.

Kafarar komnir til Eyja

Kafarar komnir til Eyja til að vinna að viðgerð á Herjólfi ásamt vélstjórum skipsins. Enn er óvíst með seinni ferð Herjólfs í dag, en eins og kunnugt er var ferð sem átti að fara í morgun felld niður vegna bilunar í stýrisbúnaði. Þeir farþegar sem eiga bókað far með skipinu hafa fengið senda tilkynningu og eru beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í Textavarpi RUV.

Ólafur afhendir verðlaun vegna Forvarnardagsins

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir í dag, laugardaginn verðlaun og viðurkenningar í ratleik og myndbandasamkeppni Forvarnardagsins 2011. Athöfnin fer fram á Bessastöðum. Verðlaunahafar koma bæði frá grunnskólum og framhaldsskólum víða að af landinu, svo sem frá Selfossi, Egilsstöðum, Akureyri og Reykjavík. Í fréttatilkynningu frá forsetaembættinu segir að meðal gesta verði foreldrar og fjölskyldur verðlaunahafa sem og fulltrúar frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, Ungmennafélagi Íslands, Skátahreyfingunni og öðrum aðstandendum forvarnardagsins.

Ferð Herjólfs var felld niður

Fyrsta ferð Herjólfs, sem átti að fara frá Vestmannaeyjum klukkan 8 í morgun, var felld niður vegna bilunar í stýrisbúnaði ferjunnar. Á heimasíðu Eimskipa kemur fram að unnið sé að viðgerð. Óvissa er með seinni ferð Herjólfs í dag og eru farþegar beðnir um að fylgjast með framvindu mála í fréttum, á heimasíðu Herjólfs eða í síma 481-2800.

Fréttaskýring: Samfylkingarfólk orðið langþreytt

Hvaða áhrif hefur ákvörðun um Grímsstaði á Fjöllum á stjórnarsamstarfið? "Það er ekkert leyndarmál að fullt af fólki í flokknum er orðið pirrað,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að veita félagi í eigu kínverska fjárfestisins Huang Nubo ekki heimild til kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum hefur valdið titringi innan Samfylkingarinnar.

Skulda hóteli í Boston fimmtán þúsund dali

Sextíu manna hópur starfsmanna Brekkubæjarskóla sem urðu af ferð til Boston þarf að greiða hóteli í borginni rúma 15 þúsund dollara, eða ríflega 1,7 milljónir króna, vegna afpöntunarinnar.

Nýtist í aðildarviðræðum við ESB

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað starfshóp sérfræðinga um stefnumörkun vegna banns á innflutningi á hráum dýraafurðum og lifandi dýrum.

Hugrakkar konur viðurkenndar

Fimm konur og einn aðgerðahópur hlutu viðurkenningu Stígamóta í ár. Viðurkenningin var veitt í gær, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi.

Lögreglan herðir eftirlit með ölvunarkakstri

Lögreglan hefur nú hafið átak til að sporna við ölvunarakstri og í kvöld voru fjölmargir bílar stöðvaðir í því skyni. „Ástæðan er einföld - ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum annarra vímuefna er dauðans alvara,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Sóley, Guðrún Ebba og Stóra systir fengu viðurkenningar

Stígamót útdeildu viðurkenningum ársins í dag á alþjóðlegum degi gegn kynferðisofbeldi. Á heimasíðu samtakanna segir að í ár hafi sjónum verið beint að „þeim hugrökku konum sem á ólíka vegu hafa fylgt réttlætiskennd sinni og rutt brautina fyrir raunverulegt kvenfrelsi.“

Skotárás í Bryggjuhverfi - Laus úr varðhaldi en samt í fangelsi

Karl á þrítugsaldri, sem var handtekinn í tengslum við rannsókn á skotárás í síðustu viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. nóvember, er laus úr haldi lögreglu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn sé þó áfram í fangelsi, því hann hefur hafið afplánun vegna annarra mála. "Karl á svipuðum aldri er hins vegar áfram í haldi lögreglu vegna skotárásarinnar en sá var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. desember,“ segir ennfremur.

Tölvur lítið notaðar í kennslustofunni

Tölvur eru aðeins notaðar í tíu prósent kennslustunda í grunnskólum og tækjabúnaði skólanna hefur hrakað á síðustu árum. Lektor á menntavísindasviði við Háskóla Íslands segir kreppuna hafa bitnað helst á kaupum á tækjabúnaði.

Norsku lærin duga í hangikjötið

Íslendingar búsettir í Noregi, sem hvorki vilja sleppa hangikjöti né sviðahausum, deyja ekki ráðalausir. Þeir einfaldlega reykja norsk lambalæri útí skógi og svíða norska kindahausa. Hangikjöt með uppstúf er maturinn sem Gunnar Karl Garðarsson frá Bíldudal býður gestum frá Íslandi.

Þingkosningar í Rússlandi: Hægt að kjósa í rússneska sendiráðinu

Sunnudaginn þann 4. desember nk. verða haldnar kosningar til rússneska þingsins, Ríkisdúmunnar. Rússneskum ríkisborgurum, 18 ára og eldri, sem dvelja á landi tímabundið eða eru búsettir hér, býðst á þeim degi að taka þátt í atkvæðagreiðslu í ræðisskrifstofu sendiráðs Rússlands, Túngötu 24, 101 Reykjavík, frá kl. 8:00 til kl. 20:00 að íslenskum tíma.

Vilja að nýr Landspítali verði forgangsverkefni

Félags atvinnurekenda vill að uppbygging nýs Landspítala Háskólasjúkrahúss verði gert að forgangsverkefni samkvæmt yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag. Þar er vitnað í skýrslu norska ráðgjafarfyrirtækisins Hospitalitet, en þar kemur fram að talið er að nýr spítali muni skila u.þ.b. 2,6 ma.kr. árlegum sparnaði í rekstri.

Fundað um Nubo á ríkisstjórnarfundi

Ríkisstjórnarfundur stendur nú yfir í stjórnarráðshúsinu en meðal málefna sem eru á dagskrá, samkvæmt heimildum fréttastofu, er umsókn Kínverjans Huangs Nubo um undaþágu frá lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna vegna fjárfestingar á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum.

Hundur beit þingmann

„Ég endaði á Læknavaktinni eftir að smáhundur réðist á mig í gærmorgun og beit í fótinn á mér,“ skrifar þingmaðurinn Lilja Mósesdóttir á Facebook-síðu sinni, en svo virðist sem þingmaðurinn hafi lent í óvæntri hundaárás í gær.

Veturinn er kominn - og helgarspáin er nokkuð góð

Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum að veturinn er kominn, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Þannig náði myndatökumaður fréttastofu mynd af mæðginum á leiðinni í leikskólann í hlíðunum í morgun.

Afturför ef Reykjavikurflugvöllur hverfur

Stjórn Landsambands heilbrigðisstofnana segir í ályktun, að ef Reykjavíkurflugvöllur hverfi, valdi það mikilli afturför í bráðaþjónustu við þá landsmenn, sem þurfi að komast á Landsspítalann í sjúkraflugi.

Verkfallinu hjá Hafrannsókn frestað

Rúmlega átta vikna verkfalli undirmanna á skipum Hafrannsóknastofnunar var frestað á fundi samningamanna sjómanna og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi með undirritun rammasamkomulags, sem á að verða fullbúið fyrir 11. desember.

Ökumaður tekinn réttindalaus og dópaður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók ökumann úr umferð í nótt eftir að í ljós koma að hann var undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist líka réttindalaus, eftir að hafa áður verið sviftur réttindum fyrir fíkniefnaakstur. Auk þess sem bíllinn, sem hann hafði fengið lánaðan, var ótryggður.

Mikil skjálftavirkni norður af Grímsey

Mikil skjálftavirkni er nú norður af Grímsey. Þar varð skjálfti upp á 3,1 í gærdag, með upptök innan við tvo kílómetar norður af eynni.

Þyrla sótti slasaðan sjómann í nótt

Sjómaður um borð í íslenskum togara slasaðist við vinnu þar um borð laust fyrir miðnætti, þegar togarinn var staddur rúmlega 50 sjómílur suðvestur af Reykjanesi, og var óskað eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar sækti hann.

Óveður gekk yfir austanvert landið

Óveður gekk inn á austanvert landið seint í gærkvöldi með allt að 23 metra vindi á sekúndu og talsverðri sjókomu eða slyddu.

Ofbeldið ekki refsivert í þriðjungi ríkja

603 milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki skilgreint sem glæpur samkvæmt lögum. Þetta kemur fram í skýrslu UN Women, stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem vinnur í þágu kvenna og jafnréttis. Skýrslan nefnist Staða kvenna í heiminum: Leitin að réttlæti. Fjallað verður um skýrsluna á morgunverðarfundi íslensku landsnefndar UN Women í dag.

Rauðu nefin fara í sölu í dag

Sala á rauðum nefjum hefst í dag, en dagur rauða nefsins verður haldinn í fjórða sinn 9. desember. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari heimsforeldra UNICEF, setti upp fyrsta rauða nefið í ár. Nefin eru nú þrjú, Skjóða, Skotta og Skreppur. Vigdís valdi nefið Skottu auk þess sem hún valdi þrjú nef til viðbótar fyrir barnabörn sín.

Ólafur Ragnar í slæmum félagsskap

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fékk ekki jólakort frá breska forsætisráðherranum í fyrra. Í breska dagblaðinu Daily Mail segir að með því að senda þjóðarleiðtogum ekki jólakort sé ráðherrann að sýna hverjir úr þeirra hópi séu í ónáð.

Steinunn Valdís metur hugmyndir um nýtt fangelsi

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað dómnefnd vegna hönnunarsamkeppni um nýtt fangelsi sem ráðgert er að reisa á Hólmsheiði í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að tilkynnt verði um úrslit samkeppninnar næsta vor, eftir því sem fram kemur á vef ráðuneytisins.

Svavar þarf að greiða Pálma Haraldssyni 200 þúsund

Svavar Halldórsson, fréttamaður á RÚV, var í dag dæmdur til að greiða Pálma Haraldssyni, oftast kenndan við Fons, 200 þúsund krónur í miskabætur. Ástæðan er frétt sem Svavar flutti í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Keyrði fullur með fjölskylduna

Ölvaður karlmaður var stöðvaður við akstur á höfuðborgarsvæðinu í gær. Með honum í bílnum voru konan hans og barn þeirra samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Segir af sér og sendir Katrínu harðort bréf

Hjörleifur Stefánsson hefur sagt af sér sem formaður Húsafriðunarnefndar. Ástæðu afsagnarinnar segir hann vera ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að fara ekki að tillögu Húsafriðunarnefndar um friðun Skálholtskirkju og Skálholtsskóla. Framkvæmdir hafa staðið yfir við Skálholtskirkju undanfarið þar sem verið er að byggja eftirlíkingu af Þorláksbúð en Árni Johnsen þingmaður hefur verið í forsvari fyrir byggingunni og gagnrýndi hann tillögu Húsafriðunarnefndar harðlega.

Hæstiréttur dæmir um einkamál Eiðs í dag

Hæstiréttur kveður upp úrskurð um meiðyrðamál sem knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen höfðaði gegn blaðamanninum Inga Frey Vilhjálmssyni og ritstjórum DV, þeim Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni.

Kviknaktar kvenfélagskonur

Kvenfélagskonur í Biskupstungum hafa gefið út dagatal fyrir árið 2012 þar sem þær sitja kviknaktar fyrir á myndum líkt og þær gerðu með svo eftirminnilegum hætti á dagatalinu fyrir árið 2010. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðs Suðurlands.

Sjá næstu 50 fréttir