Innlent

Skólastjóraskipti í Grindavík: Harma „ósanngjarna“ umræðu

Bæjaryfirvöld þökkuðu fyrrverandi skólastjóra samstarfið og sögðu umræðu um starfslok hans hafa verið ósanngjarna. Fréttablaðið/Valli
Bæjaryfirvöld þökkuðu fyrrverandi skólastjóra samstarfið og sögðu umræðu um starfslok hans hafa verið ósanngjarna. Fréttablaðið/Valli
Pálmi Ingólfsson hefur verið ráðinn skólastjóri við Grunnskóla Grindavíkur eftir að Páll Leó Jónsson hætti störfum á dögunum.

Á vef bæjarins segir af foreldrafundi sem haldinn var um skólamál í bænum í fyrrakvöld og er haft eftir Róberti Ragnarssyni bæjarstjóra að ástæða starfsloka Páls hafi fyrst og fremst verið „stjórnunarvandi“. Harmaði hann „ósanngjarna og ranga umræðu“ um starfslok Páls.

Endurspegla þessi ummæli skoðun bæjarráðs sem þakkaði Páli auk þess samstarfið undanfarin ár.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×