Innlent

Veturinn er kominn - og helgarspáin er nokkuð góð

Mæðginin á leiðinni í skólann.
Mæðginin á leiðinni í skólann.
Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum að veturinn er kominn, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Þannig náði myndatökumaður fréttastofu mynd af mæðginum á leiðinni í leikskólann í Hlíðunum í morgun. Þau voru hin ánægðustu og ljóst að drengurinn hlakkaði til að leika sér í snjónum.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands verður áfram snjór um helgina. Eitthvað verður um éljagang og víða vægt frost.

Það eru semsagt kjöraðstæður fyrir börnin til þess að leika sér í snjónum.

Eftir helgi fer þó að halla undan fæti. Búist er við að það fari að hvessa á mánudag, þriðjudag.

Kröpp lægð mun svo fara yfir norðvesturland og má búast við vonskuveðri á þriðjudaginn á Vestfjörðum.

Hitt er þó ljóst; veturinn er kominn eftir tiltölulega milt haustveður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×