Innlent

Lögreglan herðir eftirlit með ölvunarkakstri

Lögreglan hefur nú hafið átak til að sporna við ölvunarakstri og í kvöld voru fjölmargir bílar stöðvaðir í því skyni. „Ástæðan er einföld - ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum annarra vímuefna er dauðans alvara,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Nú líður að jólum og algengt að fólk fari á jólahlaðborð og í jólaglögg. Því þykir lögreglu ástæða til að herða á eftirlitinu. Langflestir þeirra sem stöðvaðir voru í kvöld voru hinsvegar með allt sitt á hreinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×