Innlent

Rauðu nefin fara í sölu í dag

Vigdís Finnbogadóttir og Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, settu upp nefin í gær. fréttablaðið/gva
Vigdís Finnbogadóttir og Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, settu upp nefin í gær. fréttablaðið/gva
Sala á rauðum nefjum hefst í dag, en dagur rauða nefsins verður haldinn í fjórða sinn 9. desember. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari heimsforeldra UNICEF, setti upp fyrsta rauða nefið í ár. Nefin eru nú þrjú, Skjóða, Skotta og Skreppur. Vigdís valdi nefið Skottu auk þess sem hún valdi þrjú nef til viðbótar fyrir barnabörn sín.

Dagur rauða nefsins er landssöfnun fyrir UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og verður skemmti- og söfnunarþáttur í opinni dagskrá á Stöð 2 að kvöldi 9. desember. Markmiðið er að fjölga heimsforeldrum UNICEF, en í dag eru næstum 17 þúsund heimsforeldrar á Íslandi og styrkja starf í þágu barna með mánaðarlegum framlögum. Í sjónvarpsþættinum verða sýnd sláandi innslög frá Síerra Leóne, Haítí og víðar í bland við íslenskt grín, uppistand og tónlistaratriði.

Rauðu nefin verða seld frá og með deginum í dag í Bónus, Hagkaupum, útibúum MP banka og á kaffihúsum Te & kaffis. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×