Innlent

Dæmdir fyrir stórþjófnað - sprengdu sér leið inn í verkfæraskúra

Mennirnir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness.
Mennirnir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness.
Tveir karlmenn um og rétt undir þrítugt búsettir á Suðurnesjunum voru dæmdir í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag, fyrir stórfelldan þjófnað.

Annar mannanna, sá eldri, sem er 31 árs gamall, sagði að um einhverskonar fíkn væri að ræða. Mennirnir stálu gríðarlega mörgum vinnutækjum auk litaðrar dísilolíu. Í einum ákæruliðnum kemur meira að það segja fram að mennirnir hafi stolið gangstéttarhelllum í eigu Hitaveitu Suðurnesja.

Öll brotin voru framin á árunum 2007 til 2008. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald þegar loksins náðist í í þá.

Mennirnir kunnu vel til verka. Meðal annars er einum þjófnaðinum lýst þannig að þeir hafi sprengt hengilás á hurð að fatageymslu. Þaðan fóru þeir inn og sprengdu upp læsta millihurð að matsal og verkfærageymslu, þar sem þeir létu svo greipar sópa.

Talið er að þýfi mannanna sé að að minnsta kosti þrjár milljónir króna. Mennirnir reyndu ekki að selja þýfið.

Í ljósi dráttar á málinu þótti réttast að skilorðsbinda dóminn. Mennirnir þurfa því að afplána tveggja mánaða refsingu, haldi þeir almennt skilorð næstu þrjú árin fellur eftirstandandi refsing niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×