Norsku lærin duga í hangikjötið Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2011 18:15 Íslendingar búsettir í Noregi, sem hvorki vilja sleppa hangikjöti né sviðahausum, deyja ekki ráðalausir. Þeir einfaldlega reykja norsk lambalæri útí skógi og svíða norska kindahausa. Hangikjöt með uppstúf er maturinn sem Gunnar Karl Garðarsson frá Bíldudal býður gestum frá Íslandi. Vandi Gunnars Karls er sá að á svæðinu sem hann býr á í Norður-Noregi, á litlum sveitabæ á Hálogalandi, hefur hann hvergi fundið búð sem selur hangikjöt. En björgin er ekki fjarri, Norðmenn eiga jú líka sauðfé, og Vestfirðingurinn dó ekki ráðalaus heldur útbjó sinn eigin reykofn útí í skógarrjóðri. Gunnar Karl segist nota tað, eini og birki til að reykja hangikjötið. Reykinn leiðir hann upp í gamla grænmálaða frystikistu, sem nú gegnir hlutverki reykhúss. Þar sýnir hann okkur tvö nýreykt lambalæri, - ekki af íslensku, - heldur af norsku fé, og segir norska lambakjötið ekki síðra. Honum finnst norsku lambalærin ívíð stærri en þau íslensku en segir bragðið það sama. Spurður hvort það sé þá rangt, sem stundum er haldið fram, að íslenska lambakjötið sé það besta, segir Gunnar Karl að hann finni engan mun á norsku og íslensku lambakjöti og skipti þá ekki máli hvaða matreiðsluaðferð sé notuð. Og norskir kindahausar enda líka sem sviðahausar á heimili Íslendingsins. Í Noregi er ekkert heitt vatn í jörðu og Íslendingurinn sem vill sinn heita pott smíðar þá bara réttu græjurnar. Gunnar Karl notar gamalt ker úr ígulkerjarækt fyrir pott og við hliðina er hann búinn að útbúa ofn með spíral í. Hann kyndir upp með því að brenna við, hitar þannig upp kalt vatn og notar svo gamla þvottavélardælu til að búa til hringrás milli heita pottsins og spíralsins. -Þannig að Íslendingurinn getur ekki verið án heita pottsins í Noregi? ,,Nei, það gengur ekki," svarar Gunnar Karl. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Íslendingar búsettir í Noregi, sem hvorki vilja sleppa hangikjöti né sviðahausum, deyja ekki ráðalausir. Þeir einfaldlega reykja norsk lambalæri útí skógi og svíða norska kindahausa. Hangikjöt með uppstúf er maturinn sem Gunnar Karl Garðarsson frá Bíldudal býður gestum frá Íslandi. Vandi Gunnars Karls er sá að á svæðinu sem hann býr á í Norður-Noregi, á litlum sveitabæ á Hálogalandi, hefur hann hvergi fundið búð sem selur hangikjöt. En björgin er ekki fjarri, Norðmenn eiga jú líka sauðfé, og Vestfirðingurinn dó ekki ráðalaus heldur útbjó sinn eigin reykofn útí í skógarrjóðri. Gunnar Karl segist nota tað, eini og birki til að reykja hangikjötið. Reykinn leiðir hann upp í gamla grænmálaða frystikistu, sem nú gegnir hlutverki reykhúss. Þar sýnir hann okkur tvö nýreykt lambalæri, - ekki af íslensku, - heldur af norsku fé, og segir norska lambakjötið ekki síðra. Honum finnst norsku lambalærin ívíð stærri en þau íslensku en segir bragðið það sama. Spurður hvort það sé þá rangt, sem stundum er haldið fram, að íslenska lambakjötið sé það besta, segir Gunnar Karl að hann finni engan mun á norsku og íslensku lambakjöti og skipti þá ekki máli hvaða matreiðsluaðferð sé notuð. Og norskir kindahausar enda líka sem sviðahausar á heimili Íslendingsins. Í Noregi er ekkert heitt vatn í jörðu og Íslendingurinn sem vill sinn heita pott smíðar þá bara réttu græjurnar. Gunnar Karl notar gamalt ker úr ígulkerjarækt fyrir pott og við hliðina er hann búinn að útbúa ofn með spíral í. Hann kyndir upp með því að brenna við, hitar þannig upp kalt vatn og notar svo gamla þvottavélardælu til að búa til hringrás milli heita pottsins og spíralsins. -Þannig að Íslendingurinn getur ekki verið án heita pottsins í Noregi? ,,Nei, það gengur ekki," svarar Gunnar Karl.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira