Innlent

Hundur beit þingmann

Lilja Mósesdóttir þurfti að fá stífkrampasprautu.
Lilja Mósesdóttir þurfti að fá stífkrampasprautu.
„Ég endaði á Læknavaktinni eftir að smáhundur réðist á mig í gærmorgun og beit í fótinn á mér,“ skrifar þingmaðurinn Lilja Mósesdóttir á Facebook-síðu sinni, en svo virðist sem þingmaðurinn hafi lent í óvæntri hundaárás í gær.

Lilja segir að eigandi hundsins hafi sagt sér að hann ætti það til að bíta og því ákvað þingmaðurinn að gera ekkert í málinu.

„Í gærkvöldi var ég hins vegar komin með verk í fótinn og bólga í kringum bitið. Ég fór því á Læknavaktina og fékk stífkrampasprautu og var sett á pensilín,“ skrifar Lilja um afleiðingar þess að vera bitin af smáhundinum.

Lilja varð hugsi eftir reynsluna en hún skrifar að lokum:„ Eftir þennan atburð velti ég fyrir mér hvort hundahald í borginni sé komið úr böndunum?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×