Innlent

Náttúruelskandi ljóðskáld skárri kaupandi en íslenskir útrásarvíkingar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur hafnaði beiðni Nubo um að fá að kaupa Grímsstaði á Fjöllum.
Ögmundur hafnaði beiðni Nubo um að fá að kaupa Grímsstaði á Fjöllum.
Fréttir af synjun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á umsókn kínverjans Huang Nubo um að fá að kaupa Grímsstaði á Fjöllum vekur athygli erlendis. Á meðal fjölmiðla sem hafa látið málið sig varða eru The Wall Street Journal, Financial Times og Shanghai Daily.

Blaðið Shanghai Daily vísar í yfirlýsingu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra frá því í gær, þar sem hann sagði að spurningin snerist ekki u það hvernig hægt væri að hafna erlendri fjárfestingu af þessum toga heldur sé spurt um það hvernig ríkið geti gert eitthvað annað en að hlýða lögum sem sett hafi verið.

Financial Times segir að bæði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hafi stutt þá hugmynd að Nubo fengi að kaupa. Þá er vísað til orða Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi fjármálaráðherra, sem mun hafa sagt að betra væri að selja jarðir á Íslandi til náttúruelskandi ljóðskálda en íslenskra útrásarvíkinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×