Fleiri fréttir

Trukkarnir koma á Búðarháls

Ístak flutti í dag fyrstu tæki sín að Búðarhálsi. Óvissa ríkir þó áfram um hvenær virkjunarframkvæmdir þar komast á fullt skrið því verksamningurinn er háður því að Landsvirkjun fái lán á hagstæðum kjörum.

Óheppilegt að halda í Halldór Ásgrímsson

Forsætisráðherra telur óheppilegt að ráðningarsamningur var endurnýjaður við Halldór Ásgrímsson í embætti framkvæmdastjóra norrænu ráðherranefndarinnar.

Vildu að Íslandsbanki þvingaði starfsmenn í yfirheyrslur

Lögmaður slitastjórnar Glitnis lagði að stjórnendum Íslandsbanka að grípa til aðgerða vegna starfsmanns bankans sem neitaði að koma í skýrslutöku hjá slitastjórn í tengslum við hundruð milljarða skaðabótamál. Fréttastofa hefur tölvupósta sem staðfesta þetta undir höndum.

Telja ný gjaldþrotalög engu breyta

Frumvarp til gjaldþrotalaga breytir litlu fyrir gjaldþrota heimili að mati lögmanna. Fjármálaráðherra segir að frumvarpið verða betrumbætt í meðförum þingsins.

Of lág laun grafa undan vinnusiðferði

Of lág laun eru að grafa undan vinnusiðferði í landinu og hvetja fólk til að vera fremur á atvinnuleysis- og örorkubótum. Þetta sagði formaður Vinnumálastofnunar á ársfundi hennar í dag og sagði nauðsynlegt að hækka lægstu laun.

Ljóst hverjir bjóða sig fram til stjórnlagaþings

Birtur hefur verið listi með nöfnum frambjóðenda til stjórnlagaþings. Landskjörstjórn lauk yfirferð sinni yfir framkomin framboð í vikunni. Frambjóðendum hefur verið raðað í starfrófsröð en fyrsta nafn í röðinni var valið að handahófi í viðurvist sýslumannsins í Reykjavík. Enn fremur var frambjóðendum úthlutað auðkennistölu í viðurvist sýslumanns í Reykjavík, sem kjósendur færa á kjörseðil í kosningunum. Á listanum koma fram upplýsingar um nöfn frambjóðenda og auðkennistölu, svo og starfsheiti þeirra og sveitarfélag þar sem þeir eru búsettir.

Dæmd fyrir að flytja inn sýru

Kona á fimmtugsaldri var dæmd í fjögurra mánaða fangelsi í dag fyrir innflutning á fíkniefnum. Konan, sem var dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur, játaði brot sín skýlaust.

Ögmundur og Jón Steinar sammála

Dómsmálaráðherra er sammála Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttardómara og Róbert Spanó, deildarforseta lagadeildar Háskóla Íslands, um að setja skuli á fót millidómstól og draga þannig úr álagi á Hæstarétt. Hann bendir á að þau viðhorf sem Jón Steinar hafi reifað virðist vera samdóma álit úr stétt lögmanna og dómara. Það hafi hann fengið staðfest á málþingi sem hann sótti á dögunum.

Veðurstofan varar við stormi

Veðurstofa Íslands varar við stormi austantil á landinu og á Miðhálendinu í nótt og fram eftir morgundegi. Ferðafólki sem hyggur á ferðalag á milli landshluta, einkum norðan- og austanlands, síðdegis og á morgun er bent á fylgjast grannt með fréttum af veðri og færð.

Sólheimar í stöðugum árekstrum við kerfið

Áhyggjur stjórnar og fulltrúaráðs Sólheima í Grímsnesi af rekstrargrundvelli heimilisins eru meðal annars tilkomnar vegna þess sem þeir telja vera stöðuga tregðu og árekstra í kerfinu. Til dæmis segja þeir að Sólheimar hafi ekki fengið endurmat á þjónustuþörf fatlaðra íbúa í átta ár. Þó séu skýr ákvæði í lögum um að slíkt mat eigi að gera árlega.

Hópuppsögn á Flateyri: „Staðan er skelfileg“

„Það lá fyrir þegar við keyptum eignirnar af Kambi að þetta yrði gríðarlega erfitt,“ segir Kristján Erlingsson, stjórnarmaður og einn af aðaleigendum Eyrarodda á Flateyri, en fjörtíu og tveimur starfsmönnum fiskvinnslunnar var sagt upp í dag.

Vífilfell: Engin hættuleg litarefni í Powerade

Vegna frétta um litarefni í Powerade íþróttadrykkjum hefur Vífilfell, dreifingaraðili drykkjanna, sent frá yfirlýsingu þar sem því er vísað á bug að í bláum Powerade drykkjum séu asó-litarefni. Þá er því einnig hafnað að litarefnið sem er í bláum Powerade sé bannað í fjölda Evrópulanda, þvert á móti sé drykkurinn seldur í öllum löndum Evrópu.

100 prósent verðmunur í efnalaugum

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á hreinsun og þvotti í þvottahúsum og efnalaugum á höfuðborgarsvæðinu miðvikudaginn 27. október samkvæmt tilkynningu á síðu þeirra.

Kvennalið Gerplu fær þrjár milljónir frá ríkisstjórninni

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að styrkja kvennalið Gerplu, nýkrýnda Evrópumeistara í hópfimleikum, um þrjár milljónir króna. Kvennalið Gerplu í fimleikum náði þeim einstaka árangri að vinna til gullverðlauna á Evrópumótinu í hópfimleikum, sem fram fór í Malmö í Svíþjóð í október 2010. Ríkisstjórnin fagnar þessum frábæra árangri liðsins og samþykkti í tilefni af honum að veita liðinu þrjár milljónir króna til undirbúnings fyrir þátttöku þess í Norðurlandamóti sem fram fer í Noregi árið 2011.

Nánast enginn munur á lægstu launum og bótum

Eitt af þeim vandamálum sem ráðgjafar og vinnumiðlarar Vinnumálastofnunar standa frammi fyrir er að lítill eða enginn munur er á lægstu launum og atvinnuleysisbótum, segir Runólfur Ágústsson, formaður stjórnar Vinnumálastofnunar. Ársfundur Vinnumálastofnunar er haldinn í

Vill að liðkað verði fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að hann fylgdist vel með þjóðmálaumræðunni og þeirri ólgu sem verið hafi í samfélaginu að undanförnu. Hann hefði hins vegar ekki og myndi ekki tjá sig um mál sem væru til umfjöllunar og afgreiðslu á vettvangi Alþingis.

Forseti lagadeildar sammála Jóni Steinari

Forseti lagadeildar Háskóla Íslands tekur undir með Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttardómara að tilefni sé til að stofna millidómsstig á Íslandi.

Fjölskylduhjálpin opnar á Akureyri: Vonandi kemur enginn

Fjölskylduhjálp Íslands opnar nýja starfsstöð á Akureyri um miðjan nóvember. Gerður Jónsdóttir verkefnisstjóri vonast til að sem fæstir mæti enda væri það til marks um að þörfin væri ekki til staðar. „Vonandi kemur enginn,“ segir hún. Fjölskylduhjálpin hefur fengið húsnæði að Freyjunesi 4 á Akureyri og óskar eftir sjálfboðaliðum. „Ég er bara ein enn sem komið er,“ segir Gerður.

Stakk ekki blóðugum fingri í munn lögregluþjóns

Karlmaður var sýknaður í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur af því að hafa stungið blóðugum fingri í munn lögregluþjóns. Maðurinn sem var ákærður fyrir hættulegt brot á sóttvarnarlögum, reyndist vera smitaður af lifrabólgu C.

Íslendingar í Árósum berjast fyrir félagslífinu sínu

Íslendingar í Árósum í Danmörku virðast tilbúnir til þess að berjast fyrir lífi Íslendingafélagsins þar í borg en Vísir greindi frá því í gær að til stæði að leggja félagið niður. Aðeins einn maður mætti á aðalfund félagsins fyrr í vikunni og því tókst ekki að mynda nýja stjórn.

Gátlisti rjúpnaveiðimannsins

Undanfarin ár hafa björgunarsveitir ítrekað verið kallaðar út til að leita að rjúpnaveiðimönnum. Slysavarnafélagið Landsbjörg vekja athygli á að veðurspá helgarinnar er afleit, sérstaklega á Austur- og Suðausturlandi og vill því koma á framfæri nokkrum góðum ferðareglum sem rétt er að hafa í huga áður en lagt er af stað í veiðiferðina.

Vill millidómsstig og færri hæstaréttardómara

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari vill að þegar í stað verði hugmynd um millidómstig hrint í framkvæmd. Það dómstig þurfi bæði að fjalla um einkamál og sakamál. Kostnaðurinn við það sé mun minni en margir telji.

Íslendingafélög í útrýmingarhættu

Starf Íslendingafélaga í Danmörku er í mikilli lægð ef marka má dræma mætingu á aðalfundi þeirra. Aðeins tíu manns mættu á aðalfund Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn sem haldinn var í gær. „Það er betri mæting á fundi prjónafélagsins," segir Sigurður Einarsson, formaður félagsins, heldur vonsvikinn.

Niðurskurður skilar litlum sparnaði

Raunsparnaður af 185 milljóna króna niðurskurði á fjárframlögum til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða , yrði aðeins 28 milljónir króna, þegar búið væri að taka tillit til sjúkraflutningakostnaðar, tilfærslu verkefna og tekjumissi ríkissjóðs vegna uppsagna.

Pilturinn fundinn

Pilturinn sem lögregla lýsti eftir í gærkvöldi er kominn í leitirnar og var hann heill á húfi. Lögrreglan þakkar veitta aðstoð og segir að fjölmargar ábendingar hafi borist til lögreglu eftir að lýst var eftir drengnum í fjölmiðlum.

Reykspólandi á átta gata kagga

Lögreglan á Selfossi stóð ungan ökumann óvænt að verki þegar hann var að reykspóla á átta gata amerískum kagga á Austurveginum, við mjólkurbúið í gærkvöldi, en Austurvegurinn er þjóðvegurinn í gegnum bæinn.

Tekin með vasa fulla af kardimommudropum

Kona í annarlegu ástandi brást ókvæða við þegar starfsmaður í sólarhringsverslun í Hafnarfirði hafði afskipti af henni upp úr miðnætti, þar sem hann grunaði að hún hafi verið að hnupla.

Laganemar á teppið eftir ferð á Þingvelli

„Það voru nokkur rotin epli sem skemmdu fyrir hópnum," segir Rögnvaldur Gunnar Gunnarsson, formaður Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, um ferð félagsins á Þingvelli í síðasta mánuði.

Þjónustugjald á gesti í Þingvallaþjóðgarði

„Sú stund er upprunnin að það sé eðlilegt að taka gjald fyrir veitta þjónustu,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um þá samþykkt Þingvallanefndar að nýta lagaheimildir til að taka gjald af ferðamönnum í þjóðgarðinum.

Sólheimum ekki lokað segir ráðherra

Félagsmál Framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi segir starfseminni sjálfhætt um áramót ákveði ríkið ekki að tryggja þjónustu Sólheima þegar þjónusta við fatlaða verður færð frá ríki til sveitarfélaga.

Formaður fjárlaganefndar: Niðurskurðurinn mildaður

Tillögur um niðurskurð hjá heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni verða endurskoðaðar. Að sögn Oddnýjar G. Harðardóttur, formanns fjárlaganefndar Alþingis, er hlustað á háværar raddir um óraunhæfar tillögur um niðurskurð í fjárlagafrumvarpinu og reynt að finna leiðir til að milda áhrif efnahagsástandsins á starfsemi heilbrigðiskerfisins úti um land.

Eyjafjallajökull er hvítur á ný

Eyjafjallajökull virðist nú búinn að ná sínum fyrri lit og blasti hvítur og tignarlegur við ljósmyndara Fréttablaðsins í Vestmannaeyjum.

„Þeir telja sig í raun eiga makrílstofninn“

„Sú ósanngjarna afstaða Noregs og Evrópusambandsins, sem endurspeglast í fáránlegri tillögu þeirra um 3,1 prósents hlutdeild Íslands í makrílveiðunum á næsta ári, veldur okkur miklum vonbrigðum. Tillagan er algjörlega óraunhæf og ekki til þess fallin að stuðla að lausn málsins,“ segir Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands. Viðræður strandríkjanna fjögurra, Íslands, ESB, Færeyja og Noregs, hófust í London á þriðjudag en þeim lauk síðdegis í gær.

Hermann Maier á hundasleða uppi á Langjökli

Austurríska skíðastjarnan Hermann Maier var á Langjökli um helgina. Þar var skíðamaðurinn að taka upp auglýsingu fyrir austurríska bankann Raiffeisen sem er sérstakur styrktaraðili Maiers í nýstárlegri keppni milli Þýskalands og Austurríkis.

Um 50 prestar og skólastjórar

Rúmlega fimmtíu skólastjórar og prestar funduðu um samstarf skóla og kirkjunnar í Neskirkju í gær. Tilefnið var tillaga mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um breytingar á starfinu.

Þurfa ekki að læra um kristni

Foreldrar hafa fullan rétt á því að fara fram á, án skýringa, að börn þeirra taki ekki þátt í kennslu eða athöfnum sem viðkomandi telur ekki samræmast eigin skoðunum eða trúarbrögðum. Kemur þetta fram í lögfræðiáliti um samstarf kirkju og skóla sem unnið var að beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Kennarar móta nýja stefnu í kynferðisbrotamálum

Nýlega skipað siðaráð Kennarasambands Íslands (KÍ) mótar nú nýjar verklagsreglur um viðbrögð sambandsins við kynferðisbrotamálum. Ekki hefur verið til skýr stefna um verkferli slíkra mála innan KÍ hingað til. Atli Vilhelm Harðarson, fyrsti formaður siðaráðs KÍ, segir sitt fyrsta verk hafa verið að efna til samstarfs innan þeirra mörgu stofnana sem séu innan sambandsins.

Fundu stofna sem valda hóstaveikinni

Vísindamenn á Tilraunastöðinni á Keldum hafa fundið bakeríustofna sem taldir eru valdir að einkennum hóstaveikinnar í hrossum. Líkur benda til að þessir stofnar hafi borist hingað frá útlöndum.

Notkun orðsins þykir særandi

Bleiki hnefinn – aðgerðahópur róttækra kynvillinga skorar á Ríkisútvarpið (RÚV) að taka upp orðið transfólk í stað orðsins kynskiptingur. Þetta á við þegar fjallað er um þá einstaklinga sem falla ekki að hefðbundnum hugmyndum um tvískiptingu kynjanna.

Sigurður Elvar ráðinn til starfa

Sigurður Elvar Þórólfsson hefur verið ráðinn fréttastjóri íþrótta hjá 365 miðlum. Hann mun hafa yfirumsjón með íþróttafréttum á Vísi, í Fréttablaðinu og í fréttatímum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Íþróttafréttamenn allra þessara miðla munu heyra undir hann.

Segja lög brjóta gegn EES-samningi

Héraðsdómari í Ósló hefur vísað máli, sem tóbaksframleiðandinn Philip Morris höfðaði gegn norska ríkinu, til EFTA-dómstólsins í Lúxemborg.

Vilja fá verkamannabústaði

Endurvekja ætti verkamannabústaðakerfið og raunhæft kaupleigukerfi fyrir almennt launafólk að mati ASÍ. Í ályktun ársfundar sambandsins er þess krafist að gripið verði tafarlaust til aðgerða til að taka á „yfirþyrmandi skulda- og greiðsluvanda heimilanna“. Koma verði til móts við lántakendur vegna mikilla hækkana á höfuðstóli lána frá bankahruninu haustið 2008.

Sjá næstu 50 fréttir