Innlent

Dæmd fyrir að flytja inn sýru

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness.

Kona á fimmtugsaldri var dæmd í fjögurra mánaða fangelsi í dag fyrir innflutning á fíkniefnum. Konan, sem var dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur, játaði brot sín skýlaust.

Hún var dæmd fyrir að flytja inn ofskynjunarlyfið LSD, kókaín, hass og alsælu árið 2008. Ekki var um verulegt magn að ræða.

Konan var að auki dæmd fyrir að hafa haft lítilræði af amfetamíni og kannabisefni í fórum sínum.

Konan hefur ekki komist í kast við lögin að ráði og hefur sótt sér aðstoð vegna fíknar sinnar. Þar af leiðandi taldi dómurinn réttast að dæma hana í skilorðsbundið fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×