Innlent

Segja lög brjóta gegn EES-samningi

Tóbaksframleiðendur eru ósáttir við að vörur þeirra megi ekki vera uppi við í norskum verslunum. Málið er nú komið inn á borð EFTA-dómstólsins.
Tóbaksframleiðendur eru ósáttir við að vörur þeirra megi ekki vera uppi við í norskum verslunum. Málið er nú komið inn á borð EFTA-dómstólsins.

Héraðsdómari í Ósló hefur vísað máli, sem tóbaksframleiðandinn Philip Morris höfðaði gegn norska ríkinu, til EFTA-dómstólsins í Lúxemborg.

Ný lög gengu í gildi í Noregi um síðustu áramót, þar sem lagt var bann við því að tóbaksvörur og vörur tengdar tóbaksneyslu væru sýnilegar á sölustöðum. Philip Morris heldur því fram að bannið brjóti í bága við EES-samninginn og hamli samkeppni.

Í norska miðlinum Dagens Næringsliv segir Anne Andrews, talsmaður tóbaksframleiðandans, að þessi löggjöf stríði gegn einu grundvallaratriða EES, sem lýtur að frjálsum vöruflutningum.

Héraðsdómurinn í Ósló lagði tvær spurningar fyrir EFTA-dómstólinn, annars vegar hvort lögin brytu gegn EES-samningum og hins vegar hvort slíkt bann drægi virkilega úr reykingum.

Þó að úrskurðir EFTA-dómstólsins séu ekki bindandi eru þeir stefnumarkandi og geta til dæmis haft áhrif á nýja tilskipun um tóbak sem er í smíðum hjá Evrópusambandinu. Þá getur úrskurðurinn haft áhrif hér á landi þar sem slíkt bann hefur verið í gildi frá árinu 2001.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×