Innlent

Vill að liðkað verði fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að hann fylgdist vel með þjóðmálaumræðunni og þeirri ólgu sem verið hafi í samfélaginu að undanförnu. Hann hefði hins vegar ekki og myndi ekki tjá sig um mál sem væru til umfjöllunar og afgreiðslu á vettvangi Alþingis.

Þegar hann var spurður út í hugmyndir Hreyfingarinnar um að forsetinn myndaði neyðarstjórn í landinu, minnti hann á að á Íslandi ríkti þingræði og á Alþingi sæti stjórn með meirihluta á bakvið sig. Hagsmunahópar og einstaklingar leituðu aftur á móti mikið til embættisins og hann yrði var við þá reiði sem ríki hjá mörgum.

Ólafur Ragnar sagðist hafa rætt fátæktina í áramótaávarpi sínu árið 2003 og ef nauðsynlegt hafi verið að vekja athygli á fátæktinni þá, væri enn ríkari ástæður til að gera það nú þegar vandinn væri margfalt meiri.

Þá ræddu Þeir Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason um stjórnlagaþingið sem er framundan. Forsetinn sagði að rýmka þyrfti um þjóðaratkvæðagreiðslur í stjórnarskránni og skerpa á ákvæðum hennar um dómstóla sem væru veik.

Hér má hlusta á viðtalið við forsetann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×