Innlent

Niðurskurður skilar litlum sparnaði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

Raunsparnaður af 185 milljóna króna niðurskurði á fjárframlögum til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða , yrði aðeins 28 milljónir króna, þegar búið væri að taka tillit til sjúkraflutningakostnaðar, tilfærslu verkefna og tekjumissi ríkissjóðs vegna uppsagna.

Þetta kom farm í skýrslu, sem heimamenn létu vinna fyrir sig, og kynnt var á fjölmennum borgarafundi á Ísafirði í gærkvöldi, sem haldinn var um málið.

Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra sagði í gær að fyrirhugaður niðurskurður vestra yrði endurskoðaður, en gat ekki nánar um, í hverju það fælist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×