Innlent

Tekin með vasa fulla af kardimommudropum

Kona í annarlegu ástandi brást ókvæða við þegar starfsmaður í sólarhringsverslun í Hafnarfirði hafði afskipti af henni upp úr miðnætti, þar sem hann grunaði að hún hafi verið að hnupla.

Annar starfsmaður hringdi á lögreglu sem skakkaði leikinn og kom þá í ljós að hún var með fulla vasa af kardimommudropum og eitthvað af vanilludropum, eða miklu meira en venjuleg fjölskylda notar í jólabaksturinn. Dropunum var raðað aftur upp í hillu, en konan flutt í fangageymslur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×