Innlent

Ljóst hverjir bjóða sig fram til stjórnlagaþings

Kosningarnar fara fram 27. nóvember.
Kosningarnar fara fram 27. nóvember. Mynd/Valgarður Gíslason
Birtur hefur verið listi með nöfnum frambjóðenda til stjórnlagaþings. Landskjörstjórn lauk yfirferð sinni yfir framkomin framboð í vikunni. Frambjóðendum hefur verið raðað í starfrófsröð en fyrsta nafn í röðinni var valið að handahófi í viðurvist sýslumannsins í Reykjavík. Enn fremur var frambjóðendum úthlutað auðkennistölu í viðurvist sýslumanns í Reykjavík, sem kjósendur færa á kjörseðil í kosningunum. Á listanum koma fram upplýsingar um nöfn frambjóðenda og auðkennistölu, svo og starfsheiti þeirra og sveitarfélag þar sem þeir eru búsettir.

Alls eru 523 einstaklingar í framboði til stjórnlagaþings, en kosningar til þess fara fram 27. nóvember. Frambjóðendur skiptast þannig að konur eru 159 en karlar 364.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×