Innlent

Um 50 prestar og skólastjórar

Rúmlega fimmtíu skólastjórar og prestar funduðu um samstarf skóla og kirkjunnar í Neskirkju í gær. Tilefnið var tillaga mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um breytingar á starfinu.

Fram kom meðal annars á fundinum að nokkrir skólastjórar telja að þegar samstarf kirkju og skóla sé á forsendum skólans og að höfðu samráði við foreldra styðji það við skólastarfið. Hvorki formaður mannréttindaráðs né menntaráðs þáði boð á fundinn.- sv






Fleiri fréttir

Sjá meira


×