Innlent

Vill millidómsstig og færri hæstaréttardómara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Steinar Gunnlaugsson leggst gegn hugmyndum um að fjölga hæstaréttardómurum. Mynd/ GVA.
Jón Steinar Gunnlaugsson leggst gegn hugmyndum um að fjölga hæstaréttardómurum. Mynd/ GVA.
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari vill að þegar í stað verði hugmynd um millidómstig hrint í framkvæmd. Það dómstig þurfi bæði að fjalla um einkamál og sakamál. Kostnaðurinn við það sé mun minni en margir telji.

Jón Steinar segir í grein sem hann ritar í Morgunblaðið að fyrirkomulagið þurfi að verða þannig að þetta leiði til verulegrar fækkunar á málum í Hæstarétti. „Þangað eiga bara að fara hin þýðingarmestu mál sem hafa ríkt fordæmisgildi. Þetta myndi leiða til þess að unnt yrði að fækka dómurum við réttinn niður í fimm, sem allir myndu þá dæma í öllum málum. Slíkri fækkun má ná fram með því að skipa ekki nýja dómara í stað þeirra sem næstir hætta," segir Jón Steinar.

Jón Steinar segir að nú séu hugmyndir uppi um að fjölga hæstaréttardómurum um þrjá vegna þess álags sem nú hvíli á Hæstarétti. Hann leggst gegn slíkum hugmyndum og segir að slík fjölgun myndi auka á ringulreið í Hæstarétti.

Jón Steinar segir að fyrirkomulag millidómsstólsins þurfi að vera þannig að það leiði til verulegrar fækkunar á málum í Hæstarétti. Þangað eigi bara að fara hin þýðingarmestu mál sem hafi ríkt fordæmisgildi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×