Innlent

Kviknaði í potti á Þórsgötu

Frá vettvangi
Frá vettvangi Mynd/VG

Slökkviliðið var kallað að Þórsgötu í Reykjavík nú fyrir stundu. Mikinn reyk leggur frá húsinu en að sögn lögreglunnar í Reykjavík er talið að hann komi út frá potti sem er í húsinu.

Ekki er vitað hvort einhverjir hafi slasast.

Sjúkrabílar eru á svæðinu, sem og lögreglubílar. Að sögn blaðamanns Vísis sem er á staðnum þá leggur ekki mikinn reyk frá íbúðinni og svo virðist sem búið sé kæfa reykinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×