Innlent

Steinunn Birna Ragnarsdóttir er tónlistarstjóri Hörpu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steinunn Birna Ragnarsdóttir
Steinunn Birna Ragnarsdóttir
Ago, rekstrarfélag tónlistar og ráðstefnuhússins Hörpu, hefur gengið frá ráðningu tónlistarstjóra Hörpu. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanóleikari, varð fyrir valinu, en alls sóttu 24 um starfið. Capacent hafði umsjón með ráðningarferlinu.

Steinunn Birna lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1981. Hún lauk meistaragráðu frá New England Conservatory of Music í Boston í Bandaríkjunum árið 1987.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×