Innlent

Hálft ár frá skjálftanum á Haítí

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Á mánudaginn eru sex mánuðir liðnir frá því að jarðskjálftinn mikli reið yfir Haítí. Rauði kross Íslands hefur unnið að hjálparstarfi á Haítí sleitulaust síðan þá í samstarfi við Rauða kross hreyfinguna.

Alls hafa 26 íslenskir hjálparstarfsmenn starfað á vegum Rauða kross Íslands á Haítí síðastliðið hálft ár. Í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum segir að viðbúið sé að enn fleiri muni halda til starfa á næstu mánuðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×