Fleiri fréttir

Ríkiskaup láta hefð ráða frekar en lestur
Mikill meirihluti dagblaðaauglýsinga frá mörgum opinberum stofnunum birtist í Morgunblaðinu. Má þar nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íbúðalánasjóð og Ríkiskaup.

Áhersla á sérstöðu Íslands
Aðildarviðræður Íslands við ESB hefjast formlega á ríkjaráðstefnu í Brussel í dag. Á fundinum verður lögð fram greinargerð um afstöðu ríkisstjórnarinnar til komandi viðræðna. Þar mun ESB einnig leggja fram greinargerð auk þess sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, og Steven Vanackere, utanríkisráðherra Belgíu, taka til máls.

Ferðalangar streyma til Eyja
Ferðamönnum til Vestmannaeyja hefur snarfjölgað eftir að Landeyjahöfn var tekin í notkun fyrir viku síðan. Að sögn Guðmundar Pedersen, rekstrarstjóra Herjólfs, lætur nærri að fjöldi farþega hafi þrefaldast miðað við sama tíma í fyrra.

Trébátar sukku í höfninni
Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn um helgina. Annar báturinn, Gæskur, var í smábátahöfninni sem er við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu, en hinn var við Grandagarð og nefnist Ver.

Aldrei fleiri í sundlaugunum
Metaðsókn var í sundlaugar í Skagafirði í júní en um 11.500 manns sóttu þá laugarnar. Á sama tíma í fyrra voru sundlaugargestir í Skagafirði um 5.500.

Kveikt í báti á Suðurnesjum
Eldur kom upp í báti neðan við athafnasvæði Gámaþjónustunnar í Njarðvík í fyrradag. Minnstu munaði að eldurinn næði að teygja sig yfir í annan nærliggjandi bát en bensínstöð ÓB er um hundrað metra frá svæðinu þar sem eldurinn kom upp.

Þurftu að hafa afskipti af unglingum fyrir utan 10-11 í Keflavík
Lögreglan á Suðurnesjum þurfti að hafa afskipti af þremur til fjórum strákum á unglingsaldri fyrir utan 10-11 í Keflavík nú fyrir stundu. Að sögn lögreglumanns voru þeir eitthvað að „kýtast“ en þegar lögregla mætti á staðinn róuðust þeir. Enginn slasaðist.

Greiddi ekki skuldir sem námu yfir 5 milljörðum
Salt Properties, félag í eigu Róberts Wessman, greiddi ekki skuldir sem námu yfir fimm milljörðum króna, en þær voru á gjalddaga í ár. Skilanefndir Landsbankans og Glitnis og Straumur munu væntanlega leysa til sín eignir félagsins, en það á meðal annars landareignir á Spáni og í Brasilíu.

Unglingar í Vinnuskóla Kópavogs rændir á vinnutíma
„Ég ætlaði að fara kíkja á símann minn þegar ég og strákur í hópnum hjá mér uppgötvum að það er búið að stela frá okkur," segir Snæfríður Halldórsdóttir flokksstjóri í Vinnuskóla Kópavogs. Hópurinn sem hún sér um og er skipaður 15 ára krökkum varð fyrir því óláni í dag að stolið var þremur farsímum og einum ipod af unglingunum þegar þau voru að vinna á Víghóli í Kópavogi í dag.

Nýr bæjarstjóri í Grindavík
Róbert Ragnarsson stjórnmálafræðingur er nýr bæjarstjóri Grindavíkur. Á bæjarstjórnarfundi í dag samþykkti bæjarstjórnin samhljóða að ráða hann til næstu fjögurra ára.

Undrast yfirlýsingar þingmanna Vinstri grænna
Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS Orku.

Of seint að stöðva kaupin en Magma opið fyrir forkaupsrétti
Ráðherra getur ekki stöðvað kaup Magma Energy í HS Orku á grundvelli heimildar í lögum þar sem of langur tími er liðinn. Ef kaupsamningur verður samt ógiltur vegna þrýstings frá stjórnvöldum verður HS Orka áfram í eigu útlendinga. Forstjóri Magma á Íslandi segir fyrirtækið opið fyrir forkaupsrétti ríkisins á HS Orku.

11 þúsund lífeyrisþegar þurfa að endurgreiða tryggingastofnun
Um ellefu þúsund lífeyrisþegar hafa fengið ofgreitt frá Tryggingastofnun ríkisins, samkvæmt endurreikningi og uppgjöri bóta. Ofgreiðslur nema 4,3 milljörðum króna. Það þýðir að að jafnaði, að fólkið þurfi að endurgreiða um fjögur hundruð þúsund krónur.

Klæddi sofandi stúlku úr nærbuxum og fróaði sér
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann á þrítugsaldri í fimm mánaða fangelsi fyrir að klæða sofandi stúlku úr nærbuxunum og fróa sér fyrir framan hana. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust.

Rannsaka einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja
Lögmæti kaupa Magma Energy á HS orku verður rannsakað af stjórnvöldum og líklegt er að einkavæðing á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja árið 2007, verði líka könnuð ofan í kjölinn. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.

Össur fer utan
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, heldur í dag til Brussel þar sem hann tekur á morgun þátt í ríkjaráðstefnu Íslands og Evrópusambandsins, sem markar upphaf aðildarviðræðna Íslands við sambandið.

Erró sæmdur æðstu orðu Frakklands
Listamaðurinn Erró, verður í haust sæmdur æðsta heiðursmerki Frakklands, Riddaraorðu frönsku heiðursfylkingarinnar.

Hefur ekkert um níumenningana að segja
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segist ekkert hafa að segja um bréf sem hún sendi Jóni Ólafssyni prófessor, og lýsti þar því sem hún kallaði staðreyndir í máli níumenninganna sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi.

Ætla að fara yfir Magma-málið
Ráðherrar í ríkisstjórninni hyggjast fara yfir Magma-málið. Þetta var niðurstaða fundar þeirra sem haldinn var í stjórnarráðinu í hádeginu.

Engar áhyggjur af ríkisstjórninni
Þingmaður Samfylkingarinnar segist ekki líta svo á að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu þrátt fyrir yfirlýsingar nokkurra þingmanna vinstri grænna í Magma málinu. Samfylkingarmenn ætla að ræða Magma málið á óformlegum þingflokksfundi í dag.

Rafsegulsvið svipað og í Svíþjóð
Ný rannsókn á rafsegulsviði í íbúðarhúsnæði sýnir að meðaltal rafsegulsviðs á íbúðarhúsnæði er svipað og í Svíþjóð.

Pakistan leikur tveimur skjöldum í Afganistan
Leyniþjónusta Pakistan aðstoðar Talibana í stríði við Bandaríkjamenn í Afganistan þrátt fyrir að fá milljarð dollara árlega frá Bandaríkjastjórn og vera yfirlýstur bandamaður Bandaríkjanna. Þá virðast Talibanar í Afganistan sterkari en nokkru sinni þrátt fyrir níu ára stríðsrekstur Bandaríkjamanna í landinu. Þetta kemur fram í leyniskjölum Bandaríkjahers sem vefsíðan Wikileaks birti í gærkvöldi.

Octopus, ein stærsta ofursnekkja heims siglir til Reykjavíkur
Glæsisnekkjan Octopus, eða Kolkrabbinn er lögð af stað áleiðis til Íslands og er væntanleg til Reykjavíkur á föstudag.

Aðildarviðræður hefjast á morgun
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að hefja formlegar viðræður við Ísland um inngöngu í sambandið.

Nágrannadeilur í Garðabæ: Sátt náðist á samstöðufundi
Sátt hefur náðst í nágrannadeilunum í Garðabæ. Fjölskyldan sem flúði heimilið sitt getur nú flutt aftur heim, bílskúrinn fær að rísa og kærur verða dregnar til baka.

Danskar þyrlur hlupu í skarðið fyrir Landhelgisgæsluna
Þyrlur af dönsku varðskipunum Triton og Vædderen, sem legið hafa við bryggju í Reykjavíkurhöfn undanfarna daga, sinntu tveimur þyrluútköllum um helgina, sem Landhelgisgæslan gat ekki sinnt vegna manneklu.

Lítil sem engin lundaveiði í Eyjum
Nokkrir lundaveiðimenn héldu í gær út í úteyjar Vestmannaeyja til veiða, en þær eru heimilar frá og með gærdeginum fram á fimmtudag.

Tveir teknir úr umferð vegna fíkniefnaaksturs
Einn ökumaður var tekinn úr umferð á Akureyri í nótt vegna fíkniefnaaksturs.

Hefðbundnar síldveiðar falla í skuggan af makrílveiðum
Hefðbundnar síldveiðar úr Norsk-íslenska síldarstofninum falla nú í skuggann af makrílveiðum, því síldin er í flestum tilvikum aðeins meðafli með makrílnum

Þrennt flutt á heilsugæslustöð eftir bílveltu
Þrennt var flutt á heilsugæslustöðina á Hvammstanga til aðhlynninagr og rannsókna, eftir að bíll fólksins fór út af veginum í miklum bratta i Hrútafirði síðsdegis í gær.

Telur óvíst hvort stjórnin lifi
„Það verður bara að fá að koma í ljós,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, spurð hvort hún telji að ríkisstjórnin muni lifa Magma-málið svokallaða af. Þrír þingmenn flokksins, Guðfríður Lilja, Atli Gíslason og Þuríður Backman, hafa um helgina kveðið svo fast að orði að þeir geti ekki – eða tæpast – stutt samstarfið við Samfylkinguna nema kaup Magma á HS orku verði stöðvuð.

Niðurskurður kallar kannski á lokanir
Mikill niðurskurður er yfirvofandi hjá Háskólanum á Akureyri (HA). Skólinn skar niður um 6,6 prósent á síðasta ári og nauðsynlegt er að auka niðurskurð um frekari 8 prósent, eða 105 milljónir króna.

Mikil þörf á góðri nýliðun
Mikil þörf ríkir nú á góðri nýliðun ef sandsílastofninn á ekki að gefa enn frekar eftir, að mati Hafrannsóknastofnunar, eftir fyrstu mælingar á stofninum.

Óánægja ekki nóg til að stöðva kaupin
Sú skoðun þingmanna Vinstri grænna að sala HS orku til Magma Energy sé stefnubreyting frá stjórnarsáttmálanum dugir ekki til þess að hægt sé að stöðva samninginn samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu. Auk þess hefði þurft að grípa inn í málið innan átta vikna frá því að

Viðræðurnar hefjast formlega á morgun
Ísland mun formlega hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á ríkjaráðstefnu ESB sem hefst á morgun á hádegi að íslenskum tíma. Í dag munu utanríkisráðherrar ríkja ESB, að öllum líkindum, samþykkja viðræðurnar.

Sætum í Herjólfi fjölgað um 100
Sætum í ferðum Herjólfs verður fjölgað um 100 í kringum þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í hverri ferð verða því 500 farþegar í stað 400.

Flogið til Nuuk tvisvar í viku
Flugfélag Íslands hefur ákveðið að fljúga framvegis til Nuuk á Grænlandi allt árið. Flogið hefur verið þangað öll sumur frá árinu 2007 en nú verður flogið þangað tvisvar í viku.

Kjötfarsverð stöðugast af unnu kjöti
Miklar verðsveiflur hafa verið á unnum kjötvörum á síðustu árum. Verðbreytingar hafa þó verið misjafnar eftir vöruflokkum, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu frá Hagstofunni og DataMarket.

Foreldrar stúlku með hvítblæði ætla að kæra Orkuveituna
Foreldrar fimm ára stúlku sem greindist með hvítblæði skoða nú réttarstöðu sína og hyggjast kæra Orkuveitu Reykjavíkur, en mælingar leiddu í ljós að rafsegulsvið var langt yfir hættumörkum í húsi þeirra. Of hátt rafsegulsvið hefur mælst á heimilum þriggja barna sem glíma við hvítblæði.

Nágrannaerjur í Garðabæ: Fjölskyldurnar flúnar heimili sitt
Báðar fjöskyldurnar sem eiga í nágrannaerjunum í Garðabæ hafa flúið heimili sín. Önnur fjölskyldan hefur fengið fjölmargar hótanir.

Blóðvatn á Eskifirði: Heilbrigðiseftirlitið átti að loka veitunni
Andrés Elísson fyrrverandi bæjarfulltrúi í Fjarðarbyggð gagnrýnir heilbrigðiseftirlitið harðlega eftir að blóðvatn lak í vatnsveitubæjarins í byrjun mánaðarins. Hann segir að eftirlitið hafi gefið grænt ljós á vatnsveituna eftir að hafa bara tekið sýni á einum stað. Nokkrum dögum síðar hafi hundrað til tvö hundrað manns verið með niðurgang og fólk farið á spítala í kjölfarið.

Garðbæingar halda samstöðufund
Um 70 manns ætla að mæta í Aratún í Garðabæ í kvöld og sýna þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi frá nágrönnum sínum stuðning. Á Snjáldurskinnu segir að fundurinn verður haldinn fyrir utan hús þeirra sem fyrir ofbeldinu urðu til að sýna þeim stuðning. „Hann er ætlaður til að sýna það svart á hvítu að samfélagið sættir sig ekki við hegðun eins og þau urðu fyrir,“ segir á síðunni.

Prjónar 17 kílómetra trefil
Kona á Siglufirði fékk þá hugdettu að prjóna 17 kílómetra langan trefil sem næði milli miðbæjar Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Hugmyndin varð að veruleika og nú þegar er trefillinn orðinn rúmlega 6 kílómetra langur.

Botni kreppunnar náð
Ýmsar hagtölur sem mæla lífsmörk hagkerfisins benda til þess að botni kreppunnar sé náð. Hagfræðiprófessor segist vona að svo sé, en þó eigi enn eftir að finna lausn á stórum vandamálum.

Ófriður á stjórnarheimilinu
Ríkisstjórnin gæti misst stuðning þingmeirihlutans ef kaupin á Magma Energy ganga í gegn, en þingmönnum sem neita að styðja ríkisstjórnina ef svo fer fjölgar. Stjórnmálafræðingur telur ekki ólíklegt að að boðað verði til kosninga fyrir lok kjörtímabilsins.