Innlent

Aðildarviðræður hefjast á morgun

Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að hefja formlegar viðræður við Ísland um inngöngu í sambandið.

Ráðherrarnir funda nú í Brussel um stækkun sambandsins og þar á meðal var rætt um aðildarumsókn Íslands.

Á morgun hefst ríkjaráðstefna Íslands og Evrópusambandsins og mun Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sitja fundinn. Ráðstefnan markar upphaf formlegra aðildarviðræðna en hinar eiginlegu viðræður hefjast þó ekki fyrr en á næsta ári.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×