Innlent

Aldrei fleiri í sundlaugunum

Nýja sundlaugin trekkir að en um sex þúsund gestir komu í laugina í júní.  Fréttablaðið/valli
Nýja sundlaugin trekkir að en um sex þúsund gestir komu í laugina í júní. Fréttablaðið/valli
Metaðsókn var í sundlaugar í Skagafirði í júní en um 11.500 manns sóttu þá laugarnar. Á sama tíma í fyrra voru sundlaugargestir í Skagafirði um 5.500.

Aukninguna má að langmestu leyti rekja til nýju sundlaugarinnar á Hofsósi en í júní sóttu um 6.000 manns laugina, að því er fram kemur í dægurmálablaðinu Feyki. Sex sundlaugar eru í Skagafirði, fimm sem sveitar­félagið sjálft rekur en ein sem ferðaþjónustan að Hólum í Hjaltadal rekur.- kh



Fleiri fréttir

Sjá meira


×